Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 28
28 Skólavarðan 1.tbl. 2011námSFERÐ Á Íslandi eru starfandi 36 farfuglaheimili um allt land þannig að næsta farfuglaheimili er aldrei langt undan. Íslensku farfuglaheimilin eiga aðild að alþjóðasamtökum farfuglaheimila, Hostelling International, sem eru stærstu gistihúsasamtök í heimi með um 38.000.000 gistinátta á hverju ári, þar af um 150.000 hér á landi. Hentug fyrir hópa Mörg farfuglaheimilanna henta skólahópum vel. Í Húsadal í Þórsmörk er t.d. mjög gott að vera fyrir skólahópa. Þar er gistirými fyrir allt að 120 manns í skálum, smáhýsum og tveggja manna herbergjum og salur sem tekur rúmlega 100 manns í sæti. Húsadalur er einnig frábær útvistaraðstaður því þar eru m.a. gönguleiðir við allra hæfi. Í Húsadal verður sú nýjung í ár að skólahópum sem heimsækja staðinn verður boðið upp á fyrirlestur og myndasýningu um eldgosin á Fimmvörðu- hálsi og Eyjafjallajökli og afleiðingar þeirra. Þessir fyrirlestrar eru án endurgjalds. Til að auðvelda skólahópum að heimsækja Húsadal eru sérstök tilboð í gangi. Það er sama verð og verið hefur sl. fjögur ár. Henta einnig einstaklingum og fjölskyldum Margir Íslendingar hafa ranghugmyndir um þá aðstöðu sem farfugla- heimilin bjóða upp á. Margir halda að gist sé í stórum svefnskálum, jafnvel skólastofum. En því fer víðs fjarri. Öll heimilin bjóða upp á einstaklings- og fjölskylduherbergi og sum þeirra bjóða upp á her- bergi með snyrtingum inni á herbergjunum. Eitt af því sem einkennir farfuglaheimilin eru gestaeldhúsin sem eru á öllum heimilunum. Þar geta gestir eldað sinn eigin mat sér að kostnaðarlausu. Þetta er mjög hentugt fyrir þá sem eru að ferðast um landið, sérstaklega barna- fjölskyldur. Skólahópum boðið upp á fyrir- lestur um eldgosin á Suðurlandi Farfuglaheimilum hefur fjölgað á Íslandi á síðustu árum og sá gistimöguleiki höfðar nú til mun fleiri en áður, enda hefur fjölbreytnin aukist hjá farfuglaheimilunum. Farfuglaheimilin hafa ýmislegt að bjóða Hvoll Kirkjubæjarklaustur Skaftafell Djúpivogur Vagnsstaðir Höfn Berunes Vatnajökull Eyrarbakki Selfoss Gaulverjaskóli Árnes Fljótsdalur Þórsmörk Skógar Vík Vestmannaeyjar Gullfoss/Geysir Hekla Grundarfjörður Reykjavík Akranes Borgarnes Laugarvatn Sæberg Njarðvík Búðardalur Keflavík airport Downtown Hostel City Hostel Langjökull Berg Árbót Korpudalur Bíldudalur Reykhólar Húsavík Mývatn Kópasker Akureyri Siglufjörður Ósar Blönduós Sauðár- krókur Brjánslækur Ísafjörður Broddanes Egilsstaðir Þórshöfn Seyðisfjörður Reyðarfjörður Borgarfjörður eystri Húsey Ytra Lón Ásbyrgi Hella Mýrdalsjökull

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.