Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 32
32 Skólavarðan 1.tbl. 2011SkóLAStARF Grenndarskógur er skógarsvæði sem er í göngufæri frá skólanum. Síðan grenndarskógur var fyrst skilgreindur sem útinámssvæði í skóla- starfi grunnskóla fyrir tæpum tíu árum, hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikilvæg reynsla fengist. Skrefin hafa verið hæg en stígandi og þeim skólum fjölgar sem hafa aðgang að grenndarskógi og fleira starfsfólk grunnskólanna tekur þátt í útináminu. Gerður er samningur við landeigenda um afnot í skólastarfi og aðstaðan sem byggð er upp tekur mið af umhverfinu. Ekki er gert ráð fyrir að þar séu sett upp leiktæki heldur sé náttúran sniðin að þörfum útikennslunnar. Þverfag- legt samráð um notkun grenndarskógarins í skólastarfi er nauðsynlegt til að ná árangri við alhliða notkun skógarins í skólastarfi. Aðgangur skólans að faglegri ráðgjöf um skógarhirðu, skógarnytjar og við uppbyggingu á aðstöðu með virkri þátttöku nemenda, foreldra eða annarra skipta þar miklu máli. Námið tengist verklegu viðfangsefni Útinám er ekki skilgreint sem sérstakt fag, hvorki hér á landi né á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það hefur útinám verið skilgreint sem fræðigrein og gerðar hafa verið fjölmargar rannsóknir og skrifaðar margar bækur um hugmyndafræði og aðferðir í útikennslu og gildi þess sem tæki í kennslu og menntun í skólastarfi. Mismunandi er við hvaða fög útinámið er tengt en rannsóknir beinast æ meir að gildi þess fyrir Brynjar ÓlafssonÓlafur Oddsson Texti: Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri LÍS og Brynjar Ólafsson, Háskóla Íslands Myndir: Frá höfundum Grenndarskógar í skólastarfi Útikennslu hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu ár hér á landi. Skólaþróunarverkefnið Lesið í skóginn er þverfaglegt samstarf sem er ætlað að efla skógartengda útikennslu. Verkefnið hefur verið í gangi síðan 2001 og hefur reynslan sýnt að skógurinn býður upp á mikla möguleika í kennslu og styður gott skólastarf. Kennaranemar bjuggu til valmúahús í samþættu útinámi sínu

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.