Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 36

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 36
36 Skólavarðan 1.tbl. 2011 Ef menntastefna er skilgreind sem hugmyndafræði stjórnvalda á hverjum tíma – í þessu tilviki um markmið, inntak og skipan náms á framhaldsskólastigi – hlýtur menntastefna gildandi laga að vera bland í poka þar sem skipt var um húsbændur í mennta- og menningarmála- ráðuneytinu eftir að lögin voru samþykkt frá Alþingi vorið 2008. Sú sem hér talar heldur að samhengi málsins sé flóknara og að lögin og sú menntastefna sem birtist eða birtist ekki í þeim sé í reynd einhvers konar málamiðlun margra aðila sem aldrei róa allir í sömu átt. Í nýrri menntastefnu ráða fagleg gildi ferðinni þar sem megin- hlutverk menntakerfisins er að sinna samfélagslegum þörfum þar sem kerfið lagar sig að ólíkum einstaklingum, þar sem fjöl- breytileiki nemendahópsins er fjársjóður til að vinna með í skólastarfinu, þar sem menntun allra nemenda er talin jafngild að mikilvægi og þar sem mat á sjálfu skólastarfinu er margþætt og nær bæði til akademískra, kennslu- og félagslegra þátta í skólastarfinu og aðstoðar skólafólk við að ná árangri í starfi. (Katrín Jakobsdóttir 2009) Þetta er ekkert nýtt eða sérstakt og hafa öll lög um framhaldsskóla verið þessu marki brennd allt frá því setið var og þrasað um það í aðdraganda framhaldsskólalaga sem sett voru 1988 hvort yfirleitt ætti að setja bindandi lög um skólastigið. Þegar næst kom að lagasetningu 6-8 árum síðar blésu vindar öðruvísi en á 9. áratug síðustu aldar og þurfti þá þrjár atrennur að því að setja framhaldsskólalög sem sam- þykkt voru 1996. Aðalnámskráin sem sett var á grundvelli þeirra 1999 varð mönnum einnig að þrætuepli í töluvert merkilegri rökræðu um það hversu bindandi eða stýrandi námskrár ættu yfirleitt að vera. E.t.v. má segja að sú mikla sveifla sem tekin var yfir á ysta kantinn hinum megin með því að senda alla námsbrauta- og námskrárgerð (að frátöldum almenna hlutanum auðvitað) út í alla framhaldsskóla landsins með gildandi framhaldsskólalögum frá árinu 2008 sem sé dæmigerð íslensk menntastefnuþróun þ.e. pendúllinn stoppar aldrei í miðjunni. Ekki ætla ég að dæma hvort það er endilega slæmt en gera má því skóna að það sé a.m.k. dýrara en ef einhvers konar verkaskipting væri viðhöfð. Þess má geta í framhjáhlaupi að drög að aðalnámskrám frá árinu 2005 voru rituð miðað við að áform stjórnvalda um að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár gengju þá strax eftir með tilheyrandi almennum flutningi á námsefni og jafnvel námsáföngum milli framhaldsskóla- og grunnskólastigs. Þetta varð ekki úr, umræðan hefur þróast síðan og málið tekið nokkrum breytingum sem þó eru ekki skýrari en svo að það verður okkur að umræðuefni hér í dag hvert sé eiginlega stefnt og hver staðan sé á grundvelli laga sem sett voru fyrir bráðum þremur árum. Helstu þræðir tilgreindrar menntastefnu framhaldsskólalaganna frá 2008 Allir semja námsbrautir og námskrár Allir skólar þróa námsbrautir sem byggjast á sérstöðu þeirra og styrk- leika og eftirspurn eftir sérhæfðum námsleiðum og úrræðum. Fjölga inn- og útgönguleiðum á skilgreindar námsbrautir Þ.e.a.s. fleiri ljúka framhaldsskólanámi, nám frekar í boði við hæfi allra, brottfall minnkar. Ríkið tekur meiri ábyrgð á námi nemenda til 18 ára aldurs með innleiðingu fræðsluskyldu Jafna rétt allra nemenda til náms frá upphafi skólagöngu til lögræðis- aldurs. Hálfklárað verk þar sem nemendur og fjölskyldur þeirra bera enn jafn mikinn kostnað af skólagöngunni. Lykilhæfni og samþætting fremur en námsgreinabundið og –stýrt nám Áhersla á lykilhæfni (þekking, færni, hæfni) fremur en áhersla á náms- greinar og áhersla á að þræðirnir læsi, lýðræði, jafnrétti og skapandi skólastarf gangi gegnum allt nám og skólastarf. Helstu drættir þessa eru til samræmis við samevrópska menntastefnu eða sýn á menntun og hæfni einstaklinga. Lykilhæfni á bæði að snúa að hæfni til þess að stunda frekara nám á næsta skólastigi og að hæfni til virkrar þátttöku í samfélaginu Feiningar til að meta vinnu nemenda. Nýju einingamatskerfi er ætlað að auka svigrúm og sveigjanleika við gerð námsbrautarlýsinga. Það gefur möguleika á að meta vinnu nem- enda í öllu námi á framhaldsskólastigi óháð því hvar það fer fram og felur í sér jafngildingu bóknáms og verknáms þar sem það er hugsað út frá vinnuframlagi nemandans. Að baki hverri einingu á að liggja því sem næst jafnt vinnuframlag nemenda óháð námsvali. Þetta kallar á endurmat á öllum áföngum sem kenndir eru nú í framhaldsskólum. Eitt námsár, sem mælir alla ársvinnu nemanda með fullnaðarárangri, veitir 60 einingar. Er þá miðað við að árlegur fjöldi vinnudaga nem- enda sé að lágmarki 180 dagar og að tímasókn nemenda sé að jafnaði 6-8 klst. á dag. Hér sker Ísland sig úr öðrum Evrópuþjóðum sem mér vitanlega hafa ekki farið þessa leið með nám á framhaldsskólastigi (ekki frekar en að senda alla námsbrautasmíði og námskrárgerð út í skólana). Erindi Elnu Katrínar Jónsdóttur, varaformanns KÍ, á aðalfundi Félags framhaldsskólakennara: Menntastefna og framhaldsskólalög Elna Katrín Jónsdóttir FAgFéLAgIÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.