Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 39

Skólavarðan - 01.03.2011, Blaðsíða 39
39 Skólavarðan 1.tbl. 2011 Kennari réttir einu barni í einu bjölluna. Þessi æfing er gerð í nokkur skipti þar til hópurinn hefur öðlast öryggi með þá athygli sem því fylgir að halda á bjöllunni. Næsta æfing felst í að kalla upp börnin eitt í einu, biðja þau um að ganga að kennara, taka bjölluna í höndina og hringja henni og setjast svo aftur niður í sætið sitt. Börnin fá síðan hrós eða klappað er fyrir þeim fyrir að koma fram. Í þessa æfingu notum við einnig hljómpípu og staf. Þá þurfa börnin að koma fram og slá stafnum í hljómpípuna. Þegar börnin eru orðin eldri og öruggari þá segja þau nafnið sitt um leið og þau slá atkvæði með stafnum í hljómpípuna. Æfingin með rauða boltann Börnin sitja upp við vegg og kennarinn kastar mjúkum taubolta til eins barns í einu. Börnin kasta boltanum til baka og kennarinn segir nafn barnsins hátt og í gleðilegum tón. Þetta gengur svona þar til öll börnin hafa fengið boltann. Í æfingu með eldri börnum og öðrum sem geta sagt nafnið sitt er gerð krafa um að þau segi nafnið sitt sjálf. Þá er nafnið endurtekið og næsta barn fær boltann. Æfingin er gerð flóknari fyrir eldri börnin og þau fá spurningar eins og til dæmis „hvað heitir leikskólinn þinn?“ eða „hvernig er grasið á litinn?“ Þau svara spurn- ingunum og kasta boltanum til baka um leið. Æfingin með myndirnar Eitt barn er kallað upp í einu og beðið um að draga mynd af hlut eða athöfn, allt eftir aldri og getu. Barnið snýr sér að hópnum og segir frá myndinni í einu orði eða í setningu. Þessi æfing hentar líka vel fyrir yngstu börnin sem eru tilbúin að koma fram og sýna myndina. Ef þörf er á fær barnið aðstoð frá kennara eða hinum börnunum við að segja hvað er á myndinni. Æfing í að standa frammi fyrir öðrum Börnin standa upp fyrir framan hópinn og segja nafnið sitt, hvar þau eiga heima, hvað mamma og pabbi heita og fleira í þeim dúr. Auk þess sem þessi æfing þjálfar framkomu þá endurspeglar hún reynslu og þekkingu barnanna og þjálfar minni þeirra. Önnur börn eru hvött til að spyrja barnið sem stendur spurninga sem það leitast við að svara. Þessi æfing er einnig notuð í samverustundum með öllum börnum deildar- innar. Þá er eitt barn í einu beðið um að standa upp, velja lag til að syngja og ýmist syngja það eitt eða leiða sönginn. Fyrir yngri börnin er það oft nóg áskorun að standa upp og vekja þannig á sér athygli en krafist er meira af eldri börnunum. Einnig eru börnin hvött til að segja sögur, brandara eða frá liðnum atburðum. Börnin fá verðskuldað klapp að launum frá öllum viðstöddum. Æfing í að standa í pontu Vesturkot á pontu sem elstu börnin æfa sig að standa við og þjálfa fram- sögn í enn ríkari mæli. Þau nota hana til að segja lítillega frá sjálfu sér, hvað þeim finnst skemmtilegast að gera og jafnvel segja þau hvað þeim finnst best að borða. Sumum finnst nóg að segja bara nafnið sitt þegar í pontu er komið en aðrir hafa meira að segja og tjá sig um allt milli himins og jarðar. Börnin hafa meðal annars sýnt myndverk sín meðan þau standa í pontu og útskýrt fyrir hverju öðru hvað á myndunum er. Með þessu móti eru börnin hvött til að vera stolt af eigin verkum og tjá öðrum hvað í huga þeirra býr. Ekki tæmandi upptalning Þessi dæmi sem talin hafa verið upp hér að ofan eru á engan hátt tæm- andi fyrir hvernig unnið er með tjáningu og samskipti í Vesturkoti. Í daglegum athöfnum í leikskólastarfinu þjálfa börnin þessa færni í gegnum leikinn, bæði inni og úti þó það sé ekki gert á eins markvissan hátt undir stjórn kennara og í skipulögðu málörvunarstundunum. Kennarar gegna ekki síður mikilvægu hlutverki við að efla tjáningu og samskipti barnanna við þessar daglegu athafnir þar sem þeir skapa aðstæðurnar sem fá börnin til að vaxa og dafna félagslega svo þau verði öruggir einstaklingar með góða færni í samskiptum við aðra og með sterka sjálfsmynd sem gerir þau færari í að tjá líðan sína og langanir. „Uppistaðan í stundunum eru tvær brúður, Bassi og Mói sem aðstoða kennarann“ SkóLAStARF

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.