Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 7

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 7
6 Þjóðmál voR 2014 sambandsins . Skýrslan sjálf er 151 bls . að lengd en að baki henni eru fjórir við aukar sem hafa að geyma ítarefni við hlið skýrsl­ unnar sjálfrar . Skýrslan leiðir í ljós að í ársbyrjun 2013 hafði aðildarviðræðum full trúa Íslands og ESB raunverulega verið siglt í strand vegna ágreinings um land­ búnaðarmál innan ríkisstjórnar Íslands og tregðu Evrópusambandsins til að skýra frá kröfum sínum í sjávarútvegsmálum . Áður en skýrslan birtist opinberlega hafði hún verið kynnt ráðherrum og þingflokk ­ um þeirra . Við þeim blasti eins og öllum öðrum sem kynna sér efni málsins að óðs manns æði er að taka upp þráðinn í ESB­ við ræð unum þar sem frá var horfið 14 . janúar 2013 þegar Össur Skarphéðinsson, þáv . utan ríkis ráðherra, lagði fram minnis­ blað í ríkis stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem sagði meða l annars: Ekki verður um frekari vinnu að ræða við mótun samningsafstöðu Íslands í þeim fjórum köflum sem enn eru ófrágengnir . Þetta eru sjávarútvegskaflinn (13), kaflar 3 og 4 um þjónustuviðskipti og staðfestu­ rétt sem hafa tengingu yfir í sjávarútvegs­ kaflana og landbúnaðarkaflinn (11) . Vinnunni við lykilkaflana í ESB­við ræð­ unum var sem sagt slegið á frest . Steingrímur J . Sigfússon, sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra, hitti þrjá fram­ kvæmdastjóra ESB á fundum í Brussel mið vikudaginn 25 . janúar 2012 . Sótt var um aðild að ESB í júlí 2009 . Ári síðar, 17 . júní 2010, gaf leiðtogaráð ESB grænt ljós og heimilaði að viðræður hæfust . Skömmu síðar hélt Össur Skarphéðinsson utan ríkis­ ráðherra til Brussel og viðræðun um var ýtt úr vör með svonefndri rýnivinnu . Ári síðar sumarið 2011 var Össur enn í Brussel og sagði rýnivinnunni lokið nú hæfust hinar „eiginlegu samningaviðræður“ . Var þá tekið til við að „opna og loka“ köflum um mál sem allir vissu fyrirfram að væru ágrein­ ingslaus vegna aðildar Íslands að EES­sam­ starfinu . Þó var látið í veðri vaka að mikils virði væri að í Brussel viðurkenndu menn að Íslendingar byggju við réttarríki og lýðræðislega stjórnarhætti . Haustið 2011 lögðu Össur Skarphéðins­ son og Jóhanna Sigurðardóttir hart að flokkssystkinum sínum í danska jafnaðar­ mannaflokknum að þau sæju til þess fyrri hluta árs 2012 að allir kaflar í viðræðunum við Íslendinga yrðu opnaðir fyrir 1 . júlí 2012 undir forsæti Dana innan ESB . Danir svöruðu á kurteislegan hátt eins og við var að búast, þeir sögðust ætla að gera sitt besta . Ekkert loforð um dagsetningar var gefið, formannstíð Dana leið án þess að hreyft væri við lykilmálunum . Þetta var staðan þegar Jón Bjarnason var rekinn úr ríkisstjórninni 31 . desember 2011 . Honum hefur verið gefið að sök að hafa verið dragbítur gagnvart ESB . Miðað við kröfur Brusselmanna um skipti á ráðherrum í Grikklandi og á Ítalíu kunna þeir að hafa heimtað brottvísun Jóns til að greiða fyrir viðræðum . III . A f því sem fram kom í Morgunblaðinu 26 . janúar 2012 um viðræður Stein­ gríms J . Sigfússonar, arftaka Jóns Bjarna­ sonar, í Brussel mátti ráða að þar á bæ vildu menn ekkert flýta sér í viðræðunum við Íslendinga . Brussel­valdið sýndi á sér allt aðra hlið en samfylkingarfólkið vænti þegar Árni Páll Árnason boðaði fyrir kosningar í apríl 2009 að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í ársbyrjun 2011, þá hefðu menn lokið öllum viðræðum við ESB . Steingrímur J . sagði í viðtali við Morgun- blaðið að í raun hefðu ekki enn farið fram neinar viðræður á milli Íslendinga og ESB .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.