Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 19

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 19
18 Þjóðmál voR 2014 mat væli sem fyllilega er heimilt að flytja til landsins . Ekki síst er bannið stórfurðulegt í ljósi þess að full komlega heimilt er að nota Annatto í mat vælaframleiðslu hérlendis . Á heimasíðu Mjólkursamsölunnar segir: „Íslenski Maribó­osturinn fær sinn einkenn­ andi appelsínugula lit frá Annatto­fræinu“, tilvitnun lýkur . Fyrirtækið notar litarefnið einnig í Cheddar­ostinn sinn . Litarefnið, sem notað er í Season All, virðist auk þess ekki vera hættulegra en svo að löglegt er að nota það í lyf sem selja má hér á landi . Náttúrulega litarefnið úr Annatto E­160 er notað í fleiri matvæli en osta hér á landi . Íslensk matvælafyrirtæki nota litarefnið m .a . til þess að ná fram gullna litnum á brauð­ raspi sem löglegt er að selja í verslunum á Íslandi . Íslensk matvælafyrirtæki mega fram­ leiða og verslanir mega flytja inn brauðrasp sem inniheldur Annatto frá löndum innan Evrópu sambandsins, og einnig nota í unnar mat vörur, svo sem kjöt eða fisk í raspi, svo dæmi séu tekin . Við megum sem sagt ekki krydda lamba­ kótiletturnar með kryddi sem inniheldur Annatto, en við megum velta þeim upp úr brauðraspi sem inniheldur Annatto . Allt er þetta er ofvaxið mínum skilningi . Ég fæ ekki annað séð en að það sé verið að verja ís lenska neytendur með innflutnings­ banni sem evrópskir kryddframleiðendur kunna væntanlega vel að meta . Frá því að verslunin Kostur var opnuð fyrir rétt rúmum fjórum árum hafa erindi og heimsóknir MAST verið 187 . Já, 187 . Það er þó aldrei að vita nema gæða­ stjóri Aðfanga, sem er í eigu Haga sem reka Bónus og Hagkaup, hafi eitthvað með þetta að gera, en hann hefur sent MAST margar kærur á okkur . Það vill svo vel til að hann er fyrrverandi starfsmaður opinbera eftirlitsiðnaðarins hér heima og virðist hafa ágætt aðgengi að MAST . Eftirlitsiðnaðurinn hefur verið duglegur að leggja stein í götu okkar . Gámar hafa ítrekað verið teknir í vöruskoðun þannig að verðmæti hafa staðið á hafnarbakkanum dögum saman með tilheyrandi tekjutapi fyrir okkur . Oft virðist þetta hafa verið gert að ástæðulausu eins og eftirfarandi dæmi sýna: Einu sinni sem oftar fluttum við inn nátt úrulegt kókosvatn sem var stöðvað í toll skoðun . En í tollinum vissi enginn neitt um þennan ávaxtadrykk . Tollvörður fyrir­ skipaði okkur að setja kókosvatnið í flokk með orkudrykkjum og sagði að það þyrfti leyfi MAST til að flytja vatnið inn . Það er kunnara er frá þurfi að segja að orku­ drykkir eru fullir af sykri, koffíni og öðr um örvandi efnum sem eiga ekkert sameiginlegt með náttúrulegu kókosvatni . Engu tauti var við tollvörðinn komið . Kókosvatnið átti að fara í tollflokk með orkudrykkjum og bera 20% toll, með auknum kostnaði fyrir íslenska neytendur . Þetta reyndist óafturkræf ákvörðun yfir­ valdsins sem byggðist á geðþótta ákvörð un . Ofan á allt saman var Kosti einnig gert að sækja um innflutningsleyfi til MAST fyrir þennan meinta orkudrykk . Starfsfólk MAST kom af fjöllum og kannaðist ekki við að slík leyfi væru til, sagð ist ekki eiga neitt sérstakt umsóknar­ eyðu blað fyrir náttúrulegan ávaxtadrykk eins og kókosvatn og hafði aldrei heyrt um slíka leyfis umsókn . En hvernig leysti MAST delluna? Jú, með því að senda Kosti eyðublað um inn flutn­ ingsleyfi fyrir „afurðir úr dýraríkinu innan EES“ sem við urðum að fylla út . Hvað hefur náttúrulegt kókosvatn frá Banda ríkjunum með „afurðir úr dýraríkinu innan EES“ að gera? Mér þætti gaman að vita það .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.