Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 20

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 20
 Þjóðmál voR 2014 19 R ekstur eftirlitsiðnaðarins hér heima kostar árlega hundruð milljóna króna sem ríkið lætur svo neytendur greiða í formi opinbera gjalda . Í fjárlögum 2013 fékk MAST 1,136 milljarða í eigin rekstur . Árin 2007 til 2013 eru þetta hátt í 7 milljarðar af skatttekjum okkar . Er nema von að dag­ vöruverð á Íslandi sé jafn hátt og raun ber vitni? Hvers eiga neytendur að gjalda? Annað dæmi er gámur sem við fluttum inn síðastliðið sumar, að verðmæti 75 þúsund dollarar . Í honum voru 60 krukkur með amerískri karamellusósu sem m .a . inniheldur mjólk . Verðmæti vörunnar var um 400 dollarar . Fulltrúi eftirlitsiðnaðarins óskaði eftir því að þessi gámur færi í skoðun hjá MAST og meinaði okkur innflutninginn, sagði óheimilt að flytja inn afurðir úr dýraríkinu frá Bandaríkjunum nema vörunni fylgdu tilskilin opinber vottorð . Þá hófst skrif ræðið fyrir alvöru . Það þurfti að útbúa ný farmbréf, eitt fyrir sósuna og annað fyrir aðrar vörur gámsins og einnig þurfti að kalla eftir nýjum reikningum að utan . Þar sem komin voru ný farmbréf og reikn ingar þurfti að tollafgreiða gáminn að nýju! Þetta eftirlit varð til þess að vika leið frá því að vörurnar komu til landsins þar til þær stóðu viðskiptavinum okkar til boða . Sósan var flokkuð sem samsett matvæli, ekki landbúnaðarafurð . Sérfræðingur MAST gaf sér að mjólkurinnihald sósunnar væri yfir 50% innihaldsins . Engin sýni voru tekin og engar rannsóknir gerðar . Þetta var því einfaldlega geðþóttaákvörðun eins starfs manns MAST! Ef þessi sérfræðingur Mast hefði leitað sér upplýsinga áður en gengið var fram með þessu offorsi hefði eftirlitinu verið ljóst að mjólkurinnihald vörunnar var langt innan leyfilegra marka og innflutningurinn því að fullu lögmætur, eins og kom á daginn . MAST skilaði karamellusósunni til Kosts en ómögulegt er að segja hvað þessi geðþótta ákvörðun sérfræðingsins hjá Mast hafi kostað hið opinbera . Þeim peningum hefði betur verið varið í uppbyggilegri mál . Í þessu tilviki áttaði MAST sig á mistök um sínum . En það heyrir til undantekninga . Offors eftirlitsins hefur verið slíkt und­an farin misseri að vörur, sem fyllilega er heimilt að flytja inn og selja hér á landi, hafa verið gerðar upptækar í stórum stíl, án þess að þær hafi verið rannsakaðar . Við höfum látið hlutlausa aðila rannsaka innihald þeirra matvara sem MAST hefur gert upptækar og niðurstaðan er sú að í öllum tilvikum var okkur fyllilega heimilt að flytja umræddar vörur til landsins . Í samráði við lögmann okkar mun Kostur því fara fram á það við MAST að stofn­ unin bæti versluninni það tjón sem við höfum orðið fyrir vegna þessara óvönduðu vinnubragða . Einnig erum við tilbúin að láta reyna á málið fyrir dómstólum, sé þess þörf . F rá því að verslunin Kostur var opnuð fyrir rétt rúmum fjórum árum hafa erindi og heimsóknir MAST verið 187 . Já, 187 . Það er þó aldrei að vita nema gæða­ stjóri Aðfanga, sem er í eigu Haga sem reka Bónus og Hagkaup, hafi eitthvað með þetta að gera, en hann hefur sent MAST margar kærur á okkur . Það vill svo vel til að hann er fyrrverandi starfsmaður opinbera eftirlitsiðnaðarins hér heima og virðist hafa ágætt aðgengi að MAST .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.