Þjóðmál - 01.03.2014, Page 38

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 38
 Þjóðmál voR 2014 37 Jóhann J . Ólafsson Almannasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu Það er kunnara en frá þurfi að segja að al menningssamgöngur virka ekki í Reykjavík . Einungis 4% af umferð í Reykjavík fer fram með strætisvögnum . Aðeins 10% af sætum þessara vagna er notað til þess að flytja þessi 4% . — Þessi lausn er með öðrum orðum svo dýr eða óhagkvæm fyrir neytendur að 96% þeirra finnst ódýrara eða betra að aka sjálfir í eigin bifreið . Árið 2005 gisti ég í New York . Þar í borg er mikið hótel, Waldorf Astoria, stærsta hótel heims þegar það var byggt . Herbergi þess eru 1410 svo að gestir geta verið um 2820 . Um 1500 manns starfa á hótelinu . Gestir og starfsfólk geta því samtals verið um 4300 manns . Hótelið er á 27 hæðum og eins og lítil borg . Spurningin er, hvernig umferð manna um þetta ferlíki sé háttað . Bæði gestir og starfsfólk er á sífelldum ferðum upp og niður þessar 27 hæðir mörgum sinnum á hverjum degi . Í hótelinu eru 29 lyftur . Oftast eru 5–20 manns í lyftu í hverri ferð . Fólk stígur inn og gengur út á hinum ýmsu hæðum, þó mest á neðstu hæðinni, þar sem stundum myndast bið . Hvernig væri þessu háttað ef menn tækju samgöngukerfi einkabílsins í Reykjavík sér til fyrirmyndar í þessu stóra hóteli? Þá hefði sérhver gestur og hver starfs maður sína einkalyftu út af fyrir sig, lyftu sem hann notaði oftast einn í hverri ferð . Og meðan lyfta hans væri ekki í notkun yrði henni lagt þar til hann þarfnaðist hennar næst . Slíkt fyrirkomulag samgangna myndi gera það nauðsynlegt að byggja lyftuhús, sem yrði jafn stórt, ef ekki stærra, en allt Waldorf Astoria­hótelið . Þetta stendur heima því að í Reykjavík fer helmingur borgarlandsins undir um­ ferðar kerfi einkabílsins: götur, bílastæði, bílskúra, bílageymsluhús, bílahlöð og ýmis umferðarmannvirki . En getum við lært nokkuð af lyftunotkun í Waldorf Astoria­hótelinu? Einkabíllinn Við hvað eru strætisvagnarnir að keppa? Keppinautur strætisvagnsins er einka bíllinn, sem leysir 96% af umferð­ inni í Reykjavík, þótt hann sé mörgum sinn­ um dýrari í rekstri . Hann er raun veru lega ódýr ari fyrir neytandann, því hann leysir þarfir hans miklu betur en strætisvagninn . Bílaeign á Íslandi er mjög algeng . Nánast hver einasti maður á bíl . Bílaeign er miklu

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.