Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 40

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 40
 Þjóðmál voR 2014 39 uðum SMS­skilaboðum, sem kæmi þeim boðum til þess leigubíls, sem væri næstur þeim stað, sem farþeginn væri á, og væri að fara á svipaðar slóðir og væntanlegur farþegi . Höfuðtölvan kæmi boðum í tölvu í viðkomandi leigubíl, sem myndi staðfesta við farþegann hvenær hann kæmi til hans . Leigubíllinn tæki upp alla farþega, sem væru á svipaðri leið og þeir myndu deila ferða kostnaði með farþegum sem fyrir væru . Tölvan í leigubílnum reiknaði kostnað hvers farþega og kostnaður þess farþega sem lengst færi lækkaði stöðugt efir því hve margir aðrir farþegar deildu með hon um akstrinum . Fargjaldið færðist síðan sjálf­ krafa á kreditkort farþeganna . Aðalatriðið er að ferðakostnaður þarf að verða töluvert lægri en ef viðkomandi far­ þegi notaði einkabíl . Að ferðalokum fengi farþeginn kvittun, sem sýndi fargjaldið og einnig hver kostnaðurinn hefði orðið ef einkabíll væri notaður til samanburðar . Gallinn er hins vegar sá að kostnaður við notkun einkabíls er aldrei reiknaður . Allir leigubílarnir yrðu í eins litum og myndu setja sérstakan svip á borgar brag inn . Í framtíðinni væri hægt að nota raf magns­ bíla eingöngu . Leigubílarnir yrðu einkaeign leigubíl stjóra eins og gerist í dag . Miklu meiri atvinna og tekjur yrðu hjá leigubílstjórum með þessu skipulagi . Á þennan hátt nýttist leigubíllinn og bílstjóri hans mun betur allan daginn og þörf á bílastæðum stórminnkaði . Ef þessir leigubílar yrðu vinsælir og notaðir í stórum stíl gæti þetta skipulag sparað marga milljarða króna árlega og allt að 20–40 þúsund bíla . Þetta skipulag yrði án mikils kostnaðar fyrir borgina . Engar meiriháttar fjár fest­ ingar eru nauðsynlegar . Mesti kostn aður ­ inn yrði í bifreiðunum, en hann myndu leigubílstjórarnir greiða og fá endur greidd­ an í rekstrinum . Einhver stofn kostn aður yrði við tölvukerfi en hann gætu leigubílstjórarnir yfirtekið síðar . Það eina sem borgin þyrfti að gera væri að semja almennar reglur um þessa starfsemi og fylgja þeim eftir svo að kerfið virkaði sem best . Tölvufyrirtæki myndu keppast um að hanna sem skilvirkastan og ódýrastan hugbúnað fyrir þessa starfsemi . Menn gætu ferðast óháðir um borgina í stað þess að vera alltaf bundnir við eigin bíl, leitandi að bílastæðum og greiðandi í stöðumæla . Nauðsynlegt er að reikna út heildarkostn­ að við bílaumferðina . Hvað kosta bílar, vegir, götur, eldsneyti, bílastæði, umferðar­ tími o .s .frv? Þetta er gífurlegur kostnaður, sem býður upp á marga möguleika til sparnaðar (tekjuaukningar) . Þetta er aðeins hugmynd, sem varpað er hér fram . Hún hefur ekki verið reiknuð út og óvíst er hvort nægilega öflugir aðilar séu gæddir atorku og áræði til að hrinda henni í framkvæmd, þótt til mikils sé að vinna . En það sakar ekki að hugmyndin liggi fyrir ef eitthvað skyldi breytast . Allir leigubílarnir yrðu í eins litum og myndu setja sérstakan svip á borgar braginn . Í framtíðinni yrði hægt að nota raf magns bíla eingöngu . . . Ef þessir leigubílar yrðu vinsælir og notaðir í stórum stíl gæti þetta skipulag sparað marga milljarða króna árlega og allt að 20–40 þúsund bíla .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.