Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 45

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 45
44 Þjóðmál voR 2014 núverandi forsætisráðherra . Skilningsleysið leiðir til þess að næstum ekkert af því sem þeir segja nú um þjóðaratkvæða greiðslu um „Evrópu“ á sér stoð í veruleikanum . Þegar þeir tala um nauðsyn þess að ESB verði „breytt“ og að „Bretar nái til sín verkefnum til baka frá Brussel“ þá hafa þeir ekki neina raunverulega hugmynd um hvernig þetta vegur að heilagasta regluverki ESB: acquis communautaire . Af þessum sökum lætur José­Manuel Barroso sér nægja að hnussa þegar hann er spurður hvort hann ætli að verða við óskum Camerons um meiri völd . Þeir stjórnmálamenn sem tala á þann veg eins og unnt sé að breyta ESB í það viðskiptabandalag sem við tengdumst árið 1973 hafa ekki skilið að sameiginlega mark aðnum (Common Market) var aldrei ætlað annað en vera fyrsta skrefið til raun­ verulegrar „ríkisstjórnar Evrópu“ . Það sem er þó kvíðvænlegast af öllu er að einmitt þegar stjórnmálamenn okkar tala enn um nauðsyn nýs sáttmála til að „ná valdi til baka“ virðast þeir með öllu ómeðvitaðir um að háttsettir menn í Brussel ræða nú í sinn hóp um nýjan sáttmála að þeirra skapi, sáttmála sem á að marka enn eitt mikilvæga skrefið í átt að lokamarkmiðinu . Þegar Viviane Reding, vara forseti framkvæmdastjórnarinnar, seg­ ir að kosningarnar til ESB­þingsins í maí [sjá að neðan] gefi kjósendum færi á að styðja „Bandaríki Evrópu“ hefur hún ná­ kvæm lega hið sama í huga og Monnet og Salter ræddu fyrir 80 árum . Ástæðuna fyrir því að stjórnmálamenn okkar geta ekki enn áttað sig á þessu má rekja til lykil ­ ákvörðunar Spaaks og Monnets fyrir 60 árum — að þeir gætu aðeins náð endan­ legu mark miði sínu með því að fela eins lengi og kostur væri hvað í raun vekti fyrir þeim . Þarna má einnig finna ástæðuna fyrir því að við Richard North kölluðum bókina okkar The Great Deception — Blekking una miklu — eftir að okkur tókst að ná öllum þráðum þessarar sögu saman . Nú er hins vegar svo komið að háttsettum embættismönnum í Brussel finnst í lagi að tala opinber lega um áhuga sinn á að koma á fót „Bandaríkjum Evrópu“ . Þegar málum er þannig háttað er óhjákvæmilegt að við vöknum af værum blundi og horfumst í augu við veruleikann og það sem við okkur blasir . Það er ekkert annað en endataflið . Tími blekkinga rinnar — og sjálfsblekkingarinnar — er liðinn . Viviane Reding, varaforseti fram­kvæmda stjórnar og dómsmálastjóri ESB, flutti svonefndan Mackenzie Stuart­ fyrir lestur við lagadeild Cambridge­háskóla í Bretlandi mánudaginn 17 . febrúar 2014 . Mackenzie Stuart var fyrsti Bretinn sem varð forseti ESB­dómstólsins . Í fyrirlestri sínum fjallaði Reding um spurninguna hvort óhjákvæmilegt væri að Bretar fjarlægðust ESB . Hún taldi svo ekki vera, að auki væri aðild Breta að ESB til þess fallin að skapa meiri breidd en ella innan ESB vegna andstöðu þeirra við að mikið vald væri í höndum framkvæmdastjórnar ESB eða annarra stofnana ESB . Í ræðu sinni fjallaði Reding um þróunina á evru­svæðinu undanfarin ár og boðaði Bandaríki Evrópu . Hún sagði: Draumurinn um Bandaríki Evrópu lifir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.