Þjóðmál - 01.03.2014, Page 49

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 49
48 Þjóðmál voR 2014 Bréf Víglundar – Alvarlegar ásakanir sem verður að fá botn í Hinn 24 . janúar 2014 birti Víglundur Þor­ steins son, fyrrverandi forstjóri BM Vallár, opið bréf í Morgun- blað inu til Ein ars K . Guð finns­ sonar, for seta Alþingis . Víg lundur sneri sér til þing forsetans þar sem hann velti fyrir sér hvort alþingismenn kynnu að ákveða að stefna einhverjum ráð herra eða ráðherrum í ríkisstjórn Jó hönnu Sigurðardóttur fyrir landsdóms vegna þess sem lýst var í bréfinu . Þar var skýrt frá því sem við Víglundi blasti eftir að úrs kurð ar nefnd um upplýsingamál af henti honum fundargerðir stýrinefndar stjórn valda um samninga við erlendu kröfuhafa bankanna árið 2009 . Víglundur telur að fundargerðirnar stað­ festi að vorið og sumarið 2009 hafi fram­ kvæmda valdið unnið „hörðum höndum að því að fara framhjá reglum neyðar laga nr . 125/2008 um endurreisn íslensku bank­ anna og meðferð skulda heimila og fyrir­ tækja,“ eins og segir í bréfinu . Um mánaðamótin febrúar/mars 2009 ákvað ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem var mynduð 1 . febrúar 2009, að hefja samn ingaviðræður við erlenda kröfuhafa bankanna um það hvernig þeir gætu fengið meira í sinn hlut úr nýju bönkunum sem stofnaðir höfðu verið með setningu neyðar­ laganna nr . 125/2008 en mælt var fyrir um í neyðarlögunum . Ríkisstjórnin réð erlenda lögfræði fyrirtækið Hawkpoint til að gæta hagsmuna kröfu­ hafanna . Víglundur segir að ríkið hafi látið eins og fyrirtækið væri að gæta sinna hagsmuna þótt það þjónaði erlendu kröfuhöfunum og þess vegna virðist sér sem kostnaði af samningi við fyrirtækið hafi verið velt á herðar skattgreiðenda . Fyrsti fundur hinnar sérstöku stýri­ nefnd ar, sem skipuð var fulltrúum þriggja ráðu neyta til að hafa yfirumsjón með samningu m við erlendu kröfuhafana, var hald inn 10 . 3 . 2009 . Virðist engin fundar­ gerð hafa verið rituð af þeim fundi . Það eina sem getur að lesa um hann er í fundar­ gerð 2 . fundar sem haldinn var hinn 17 . 3 . 2009 . Þar er skráð að Guðmundur Árna­ son, ráðu neytisstjóri fjármálaráðu neyt is ins, hafi gefið skýrslu um 1 . fund . Í fundargerðinni frá 2 . fundi stýri nefnd­ ar innar frá 17 . mars 2009 má lesa (allar fundargerðir voru skráðar á ensku): „The state wants to appease the creditors to the extent possible . The negotiations are however bilateral between the state and the financial advisors of the old banks .“ Þennan texta má þýða svo: ÞJÓÐMÁL • ÚTTEKT •

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.