Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 54

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 54
 Þjóðmál voR 2014 53 Stóru svikin í ESB­málinu Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópu­samband inu hafa undanfarið reynt að hræða þingmenn stjórnarflokkanna frá því að aftur kalla inngöngubeiðni Íslands í Evrópusambandið . Til þess hafa þeir notað stóryrði, dylgjur og brigsl, allt í þeirri von að þingmenn láti undan . Meðal stóryrðanna sem slegið var upp í þessu skyni voru þau orð Þorsteins Páls sonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, að ef Sjálf­ stæðisflokkurinn afturkallaði inngöngu beiðni Jóhönnu­stjórnarinnar í ESB væru það ein stærstu svik íslenskrar stjórnmálasögu . Reyndar var það svo, að landsfundur Sjálf­ stæðisflokksins ákvað fyrir síðustu kosningar að einmitt það væri stefna Sjálfstæðisflokksins en hafnaði því að gert yrði „hlé“ á við ræð­ unum . Þannig hafnaði landsfundur þjóðar­ atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðnanna . . . Þrátt fyrir þetta, þá eru ein allra stærstu svik íslenskrar stjórnmálasögu tengd þessari að­ ildarumsókn og það var ekki Sjálf stæðis flokkur­ inn sem framdi þau . Kvöldið fyrir al þingis kosn­ ingarnar 2009 voru mjög afgerandi lof orð gefin kjósendum, og þau loforð voru í sam ræmi við opinbera stefnu viðkomandi flokks . Við skulum lesa þessi orðaskipti yfir [úr Kast­ ljósi Sjónvarpsins þar sem Sigmar Guð munds son ræddi við Steingrím J . Sigfússon, formann VG]: Sigmar: „Kemur það til greina Steingrímur bara svo ég spyrji þig . . . kemur það til greina að hefja undirbúning að því að sækja um, strax núna eftir kosningar . . .?“ Steingrímur J .: „Nei!“ Sigmar: „ . . . vegna þess að þannig hefur Sam­ fylkingarfólkið talað .“ Steingrímur J .: „Nei!“ Sigmar: „Að þetta byrji í sumar?“ Steingrímur J .: „Nei!“ Sigmar: „Hvenær getur þetta byrjað?“ Steingrímur J .: „Það samrýmist ekki okkar stefnu og við hefðum ekkert umboð til slíks . Og þó við reyndum að leggja það til, forystufólkið í flokknum, að það yrði farið strax í aðildarviðræður, gagnstætt okkar stefnu, í maí, þá yrði það fellt í flokks ráði vinstrigrænna . Þannig að slíkt er ekki í boði .“ Skýrara gat það ekki verið . Þetta var kvöldið fyrir alþingiskosningarnar 25 . apríl 2009 . Nokkr­ um dögum síðar mynd uðu Samfylkingin og VG ríkis stjórn og ákváðu strax að sækja um aðild að Evrópu sambandinu . Þings álykt unar tillaga um það var lögð fram strax í maí . Stjórnar flokk­ anir höfnuðu tillögu um að haldin yrði þjóðar ­ atkvæðagreiðsla . Í fram haldi af sam þykkt þings ­ ályktunar tillög unn ar var aðildar umsókn send til Brussel . Síðan hófust að lög unar við ræð urnar . Kvöldið fyrir kosningar fullyrti Steingrímur J . Sigfússon sem sagt ítrekað að ekki yrði sótt um aðild . Það yrði ekki gert í maí . Þetta myndi ekki „byrja í sumar“ . Þetta var allt svikið strax . Það fólk sem nú gerir hróp að þing mönnum Sjálfstæðisflokksins, hafði það eitthvað við þetta að athuga? Helgi Hjörvar? Össur Skarphéðins­ son? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir? Svo einhver séu nefnd . . . Frétta mennirnir? Voru þeir mikið að endur spila loforðin frá vinstrigrænum, loforð sem voru í fullu samræmi við landsfundarsam þykkt­ ir sama flokks? Voru haldnir margir úti fundir? Hvernig var með prinsippmenn eins og Illuga Jökuls son, Guðmund Andra Thorsson og alla þá félaga sem nú telja sig mjög svikna af Sjálfstæðis­ flokkn um, skrifuðu þeir ekki há stemmdar blaða­ greinar um framgöngu Vinstri grænna? Aðildar­ umsóknin að Evrópu sambandinu var sjálf fengin fram með svik um og undirmálum . Það er ótrúlegt að fylgjast með því, þegar reynt er í örvæntingarfullum æsingi að hræða þing­ menn Sjálfstæðisflokksins frá því að draga að ildar­ umsóknina til baka . Ekki síst í ljósi þess hverjir það eru sem saka aðra um svik í ESB­málum! Úr grein „Týs“ í Viðskiptablaðinu 14 . mars 2014 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.