Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 57

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 57
56 Þjóðmál voR 2014 og ríkisvaldið skilgreinir embættið sem „ríkis aðila“ sbr . lög um fjárreiður ríkis ins nr . 88/1997, þ .e . svonefnda A­hluta stofn­ un, sem er hluti af æðstu stjórn ríkisins skv . lögunum . Framangreindir starfsmenn eru skilgreindir að lögum sem embættismenn ríkisins, bæði í þjóðkirkjulögum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr . 70/1996 (starfsmannalög) . Kirkju­ þing þjóðkirkjunnar „hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka“ eins og segir í þjóðkirkjulögum . Á þinginu sitja 21 kjörnir fulltrúar, 17 leikmenn og 12 vígðir . Biskup Íslands o .fl . sitja þingið með málfrelsi og tillögurétt . Þingið setur kirkjunni leikreglur um megin­ þætti kirkjustarfs í formi starfsreglna, mótar og samþykkir stefnu kirkjunnar í veiga­ mestu málum, lítur eftir starfi hennar og fjármálum og er vettvangur samtals og aflvaki nýrra hugmynda og verkefna af ýmsu tagi . Kirkjuráð, skipað fimm mönnum, fer með framkvæmdavald í mál efnum kirkjunnar . Forseti kirkjuráðs er biskup Íslands, en aðrir sem í ráðinu sitja eru kosnir af kirkjuþingi, þ .e . tveir leikmenn og tveir guðfræðingar . Kirkjuráð undirbýr kirkjuþing, gerir þinginu árlega grein fyrir starfsemi sinni og fjármálum hinna lögbundnu sjóða kirkjunnar, leitar staðfestingar fjárhagsáætlana og fylgir eftir samþykktum þingsins . Kirkjuráð fer með yfirumsjón fjár sem „veitt er af opinberri hálfu“ til kirkjulegrar starfsemi, stýrir helstu sjóðum kirkjunnar og sinnir lögbundnum verkefnum sjóðanna . Helstu sjóðir undir stjórn kirkjuráðs eru: a) Hinn almenni kirkjusjóður, stofnaður með lögum um innheimtu og meðferð á kirknafé nr . 20/1890 . Sjóðurinn var hugs aður sem eins konar sparisjóður kirkna eða samlagssjóður . Sjóðurinn er ennþá til, en hefur nánast enga starfsemi með höndum . b) Kristnisjóður, stofnaður með lögum um Kristnisjóð nr . 35/1970 . Stofnun sjóðsins og lögbundið framlag í hann er endurgjald ríkisins vegna afhentra verðmæta á móti . Lögbundin verkefni sjóðsins eru að styðja við margvíslega kirkjulega starfsemi . c) Jöfnunarsjóður sókna, stofnaður með lögum um sóknargjald o .fl . nr . 91/1987 . Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu sókna með styrkveitingum til tekjulágra sókna, vegna kostnaðarsamra framkvæmda, stofnun nýrra sókna í nýjum íbúa hverf­ um o .fl . Tekjur sjóðsins, skv . lögun um, er gjald sem ríkissjóði ber að skila er nemur 18,5% til viðbótar sóknargjöldum þjóð­ kirkjunnar . d) Kirkjumálasjóður, stofnaður með lög­ um um kirkjumálasjóð nr . 138/1993 . Sjóðurinn tók við ýmsum verkefnum sem voru áður á fjárlögum og í umsjá dóms­ og kirkjumálaráðherra . Má t .d . nefna umsýslu með prestssetur . Stofnun sjóðsins og lögbundið framlag í hann er endurgjald ríkisins vegna afhentra verð­ mæta á móti þ . á m . vegna afhentra kirkjujarða . Kirkjugarðar þjóðkirkjunnar eru hver um sig sjálfseignarstofnun, með eigin kennitölu og með sérstöku fjárhaldi, í umsjón og ábyrgð safnaðar undir yfirstjórn prófasts og biskups . Kirkju garðar starfa á grundvelli laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr . 36/1993 . Telja verður að starfsemi kirkju garða sé almannaþjónusta óháð trú félagsaðild, enda lögskylt að greftra lík í lög mætum kirkjugarði eða brenna þau í viður kenndri líkbrennslustofnun . Sjálfs eignarstofnanir kirkjunnar og aðrar sjálfstæðar stofnanir, sem starfa að sér stök­ um skilgreindum málefnum og eru undir sjálfstæðri stjórn, eru Hjálparstarf kirkj­ unnar, Kirkjuhúsið – Skálholtsútgáfan og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.