Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 60

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 60
 Þjóðmál voR 2014 59 Í þjóðkirkjulögum er kveðið á um að prestar hennar, prófastar, vígslubiskupar og biskup Íslands séu embættismenn ríkis ins og þeir eru einnig skilgreindir þannnig í fyrrnefndum starfsmannalögum . Í fyrr nefndum lögum um Kristnisjóð og kirkju málasjóð er að finna ákvæði um stofn un hvors tveggja sjóðanna, stjórn þeirra og býsna nákvæm ákvæði um verkefni þeirra . Þannig segir t .d . að hlut­ verk Kristnisjóðs skuli m .a . vera að styrkja söfnuði, er vilja ráða starfsmenn til starfa á sínum vegum á sviði æskulýðsmála, líknarmála o .fl . Kirkjumálasjóður skuli m .a . kosta Biskupsgarð (embættisbústað biskups Íslands í Reykjavík), ráðgjöf í fjöl­ skyldu málum, söngmálastjórn og tón listar­ fræðslu á vegum þjóðkirkjunnar . Í lögum um Skálholtsskóla eru nákvæm ákvæði um stofnun skólans, hlutverk hans og stjórnkerfi . Í lögum um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra eru fyrirmæli um að kirkjuþing skuli setja reglur um greiðslu embættiskostnaðar presta og jafnframt að fyrir svonefnd aukaverk, t .d . fermingar, hjónavígslur og greftranir, skuli greiða samkvæmt gjaldskrá er ráðherra setur . Í lögum um helgidagafrið eru helgidagar þjóðkirkjunnar skilgreindir og tilgreindar at hafnir, t .d . skemmtanir, bannaðar á til­ teknum helgidögum . Umboðs maður Al­ þingis hefur nokkrum sinnum fjallað um stjórn sýslu þjóðkirkjunnar og Ríkisendur­ skoðun einnig, t .d . í viðamikilli skýrslu frá árinu 2012, sem birt er á heimasíðu stofn­ unarinnar . IV . Niðurstöður Samband þjóðkirkjunnar og ríkisins er með öðrum hætti og miklu meira en annarra trú­ og lífsskoðunarfélaga við ríkið . Tengsl kirkjunnar og ríkisins veita m .a . nokkra vísbendingu um eðli þjóðkirkj unn­ ar sem skipulagsheildar . a) Formlegur grundvöllur þjóð kirkjunnar er löggjöf Þjóð kirkjan í dag grundvallast á löggjöf einkum að því er varðar formgerð . Löggjöf um þjóðkirkjuna gegnir því að þessu leyti svipuðu hlutverki og samþykktir hluta­ félaga og skipulagsskrár sjálfseignar stofn­ ana . Almanna valdið er þannig eins konar umbjóðandi trúfélagsins líkt og eigendur hlutafélaga . Raunar virðist löggjöf um þjóð kirkjuna í ýmsum greinum ganga lengra en tíðkanlegt er í samþykktum og skipu lagsskrám . b) Þjóðkirkjan er opinber skipulagsheild Áhorfsmál er hvaða ályktanir má draga um eðli þjóðkirkjunnar af þeirri viðamiklu löggjöf, þeim fjárhagslegu tengslum kirkju og ríkis og því eftirliti ríkisins sem Þ jóð kirkjan í dag grundvallast á löggjöf einkum að því er varðar formgerð . Löggjöf um þjóðkirkjuna gegnir því að þessu leyti svipuðu hlutverki og samþykktir hluta félaga og skipulagsskrár sjálfseignar­ stofnana . Almanna valdið er þannig eins konar umbjóðandi trúfélagsins líkt og eigendur hlutafélaga . Raunar virðist löggjöf um þjóðkirkjuna í ýmsum greinum ganga lengra en tíðkanlegt er í samþykktum og skipulagsskrám .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.