Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 61

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 61
60 Þjóðmál voR 2014 til staðar er . Óhætt mun þó að álykta að þjóðkirkjan sé opinber aðili . Þjóðkirkjan verður þó ekki skilgreind sem ríkisstofnun í heild sinni . Kemur þar einkum til þrennt . Í fyrsta lagi skil greining þjóðkirkjulaga á þjóðkirkjunni sem sjálfstæðs trúfélags . Í öðru lagi að kirkjan nýtur sjálfræðis um innra starf sitt . Í þriðja lagi að starfsmenn þjóðkirkjunnar falla al mennt ekki undir starfsmannalög, sem þó ætti að vera, teldist þjóðkirkjan ríkisstofnun . Frá þessu er sú mikilvæga undantekning sem fyrr greinir að tilteknir starfsmenn eru taldir til embættismanna ríkisins í starfs mannalögum . Þessir embættismenn kirkj unnar starfa hjá stofnuninni Biskup Íslands og sú skipulagsheild hefur sömu réttarstöðu og aðrar almennar stofnanir ríkisins . Verður að líta svo á að embætti biskups Íslands, sem er ein skipulagsheild innan þjóðkirkjunnar af nokkrum hundruð um, sé ríkisstofnun að formi til . Biskup og aðrir vígðir embættismenn njóta þó umtalsverðs frelsis gagnvart ríkisvaldinu hvað varðar skyldur þeirra í hinu innra starfi þjóðkirkjunnar . c) Þjóðkirkjan og ríkið hafa gagn kvæmar skyld ur og réttindi Þjóðkirkjan sinnir kristnihaldi á evan­ gel isk lúterskum grunni að boði löggjaf­ ans . Þjónustan er veitt á landsvísu og öllum tiltæk . Ráðherra ber að sjá til þess að þjóðkirkjan sinni lögboðnum skyldum sín um . Þjóðkirkjan nýtur lögboðinnar vernd ar og stuðnings ráðherra . Rík ið og þjóðkirkjan eru í samn ings sam bandi hvað varðar fjármál eins og áður er rakið . d) Þjóðkirkjan ræður innra starfi sínu Um hið innra starf trúfélagsins þjóð­ kirkjunnar gegnir öðru máli . Þjóðkirkjan er evangelisk­lútersk að lögum og verð­ ur því kenningin og annað starf að byggjast á því . Verkaskipti og helstu leikreglur eru einnig lögfest . Þjóðkirkjan ræður að öðru leyti innra starfi sínu án afskipta löggjafarvaldsins eða ráðherra . Þjóðkirkjan fer þannig með öll málefni er varða kenninguna, boðunina, helgihald og helgisiði, fræðslu og díakóníu (kær­ leiksþjónustu) . Óljóst er hvernig brugðist yrði við ef talið yrði að vikið væri frá því . Hugsanlega gæti reynt á eftirlitshlutverk ráðherra, sem fyrr var nefnt . V . Lokaorð Það er álitamál hví löggjafinn kýs að haga málum er varða þjóðkirkjuna með þeim hætti sem að framan greinir . Marg ar spurningar vakna . Ef þjóðkirkjan er sjálf stætt trúfélag eins og greinir í lögum, hvers vegna eru þá öll þau smásmugulegu laga fyrirmæli enn í gildi, sem nefnd hafa verið? Svör við spurningum af þessu tagi er ekki auðvelt að veita . Nefna má þó það að margvíslegir hagsmunir fylgja því að ráð­ stafa auðlindum þjóðkirkjunnar með laga­ boði . Hagsmunirnir eru m .a . fjárhagslegir og félagslegir . Sumt af því sem mælt er fyrir um í lögum er til að tryggja skrásetningu staðreynda þannig að unnt sé að halda til haga og staðreyna tiltekin málefni . Sem dæmi má nefna ákvæði þjóðkirkjulaga um kirkjujarðasamkomulagið . Annað virðist á köflum nokkuð tilviljanakennt . Frumkvæði að lagabreytingum á sviði kirkjumála er oftast frá kirkjunni sjálfri komið . Er kominn tími til að ganga lengra í löggjafarstarfi kirkjunnar og hverfa enn frekar frá tíma hinna nákvæmu lagafyrirmæla og treysta þjóðkirkjunni til að stjórna málum sínum í ríkara mæli?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.