Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 68

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 68
 Þjóðmál voR 2014 67 landsins . Sexurnar önnuðu engan veginn eftirspurninni og Loftleiðamenn festu kaup á fjórum CL­44 flugvélum, sem þeir nefndu Rolls Royce 400 Jet prop, því hreyflar vélarinnar voru framleiddir af Rolls Royce­ verksmiðjunum, en kölluðu jafnan Monsa á íslenzku (afbökun á „monster“) . Vélar þessar höfðu verið smíðaðar til vöruflutninga, en Loftleiðamenn lengdu þær til að auka farþegarýmið og bæta flugeiginleika þeirra . Sexurnar voru þó í notkun allt til 1968 en þá fyrst fengu Monsarnir lendingarleyfi á Norðurlöndum . Voru Sexurnar þá ill­ seljanlegar, en Loftleiðamenn nýttu vél arnar með hjálparflugi í Biafra og stofnuðu félag­ ið Flughjálp með íslensku þjóðkirkjunni og hjálparstofnunum kirkna á Norðurlönd­ um, en gáfu vélarnar síðan til hjálparstarfs í Perú, þegar Bíafra­stríðinu lauk 1970 . Það þótti hafa mikið sölugildi að geta auglýst flug yfir Atlantshaf með Rolls Royce­ vélum — og vöxtur Loftleiða var mestur í tíð Monsanna . Farþegafjöldinn jókst úr rúmlega 100 þúsundum 1964 í tæp 200 þúsund 1969 . Félagið var þá ellefta stærsta flugfélagið í farþegaflutningum milli Evrópu og Ameríku með 3,5% hlutdeild — og hélt upp á 25 ára afmæli sitt með því að greiða 25% arð til hluthafa . Arðgreiðslur voru eins og gefur að skilja mjög stopular fyrstu árin í Loftleiðasögu, en á árunum 1959 –1972 var greiddur arður reglulega, tíðast 10 –15% ár hvert: Hlutabréf Loftleiða voru því býsna verðmikil og gengu um skeið kaupum og sölum á 55­földu nafnverði . Það var einhverju sinni reiknað út á vel­ gengnisárum Loftleiða, að ef allt al þjóð­ legt flug skiptist jafnt eftir fólksfjölda, þá svaraði 0,9% hlutur Íslendinga til þess að við værum 36 milljóna þjóð, en ekki 200 þúsund . Á sama tíma var fiskafli okkar 1,3% af heildarfiskafla í heiminum og með sömu reikningskúnst samsvaraði sú hlutdeild því að við værum 52 milljóna þjóð . Þessar tvær arvinnugreinar, fiskveiðar og flugstarfsemi, höfðu því algera sérstöðu í íslenzkum þjóðarbúskap . Enn stóðu Loftleiðamenn í stórræðum . Fremur en að leggja vélum sínum, sem þeir þurftu enn að endurnýja, stofnuðu þeir 1970 flutningafélagið Cargolux ásamt sænska skipafélaginu Salines og flug félag­ inu Luxair . Eignaraðild hvers fyrirtækis var þriðjungur . Cargolux keypti Rolls Royce­ vélar Loftleiða; þeim var á ný breytt til vöruflutninga og á aðeins nokkrum árum varð Cargolux að þriðja stærsta vöru flutn­ inga flugfélagi heims . Fjöl margir Íslendin gar réðust til starfa hjá fyrirtækinu og eins konar Íslendinganýlenda myndaðist í Lúxemborg . Í sama mund hófu Loftleiðamenn hótel­ rekstur í Lúxemborg með 20% eignarhlut í Hotel Aerogolf, 300 herbergja hóteli í Höhenhof­skrúðgarðinum . Loftleiðamenn lögðu allt kapp á að halda sem bestu sambandi við ráðamenn í Lúxemborg, þar lá lífæð félagsins og á öllu reið að félagið nyti trausts og virðingar . Stofnun Cargolux gerði Loftleiðum kleift að þotuvæðast og hófst þotuflug félagsins strax sumarið 1970 með þrem Áttum, eða þotum af gerðinni DC­8­63, sem tóku 249 farþega í sæti . Á sumaráætlun félagsins það Þ að var einhverju sinni reiknað út á velgengnisárum Loftleiða, að ef allt alþjóðlegt flug skiptist jafnt eftir fólksfjölda, þá svaraði 0,9% hlutur Íslendinga til þess að við værum 36 milljóna þjóð, en ekki 200 þúsund .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.