Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 70
 Þjóðmál voR 2014 69 Lúxemborgar að sumrinu, en þrisvar í viku að vetrinum . Árið 1972 flutti Air Bahama um 80 þúsund manns yfir Atlantshaf . Þegar Loftleiðir héldu upp á 25 ára afmæli sitt 1969 var fyrirtækið orðið að stórveldi á íslenzkan mælikvarða . Félagið átti dótturfyrirtæki í New York og Lúxemborg, starfrækti sjálfstætt alþjóðlegt flugfélag á Bahama­eyjum, átti þriðjung í þriðja stærsta vöruflutningaflugfélagi heims, fimmtung í glæsihóteli í Lúxemborg; — og hér heima átti félagið og rak Hótel Loftleiðir, Bílaleigu Loftleiða, og sá um alla flugafgreiðslu fyrir íslenzka ríkið á Keflavíkurflugvelli . Félagið var með eigin skrifstofur í 29 borgum úti um allan heim og auk þess fjölda söluskrif­ stofa . Starfs menn Loftleiða voru nálægt 1300 (15–1600 um háannatímann yfir sumar ið) og um helmingur þeirra vann á vegum félagsins í útlöndum . Höfuðstöðvar félagsins voru í nýrri þriggja hæða skrif­ stofubyggingu á Reykjavíkurflugvelli . „Loftleiðir eru besta dæmið um það hverju heilbrigður einkarekstur getur áorkað,“ sögðu ritstjórar Morgunblaðsins . „Loftleiðir hafa sannað, að Íslendingum er ekkert ómögulegt, ef kjarkurinn er nægur og rétt um úrræðum beitt á grundvelli þekk­ ingar og reynslu,“ skrifuðu ritstjórar Tím- ans . „Loftleiðum tekst oft það, sem öllum öðrum virðist útilokað, enda oft til þess vitnað hér á landi,“ sagði Vísir . Einstakur samstarfsandi þótti ríkja í skrifstofuhúsi Loftleiða og fáheyrt var að ágreiningur yrði innan stjórnar félagsins . En enda þótt Loftleiðahópurinn væri samstilltur, þá er engum blöðum um það að fletta að Alfreð Elíasson var foringi hans . Og mikil urðu umskiptin þegar hann veiktist skyndilega haustið 1971 . Þá má segja að Loftleiðaævintýrinu hafi lokið . Loftleiðaævintýrið stóð og féll með Alfreð Elíassyni . Um þær mundir sem Alfreð veiktist hóf­ ust viðræður um sameiningu íslensku flug­ félaganna tveggja og voru þau sameinuð í upp hafi árs 1973 . Sameiningarsögunni og hinni æsilegu valdabaráttu sem fylgdi í kjölfarið er lýst í bókinni Alfreðs saga og Loftleiða (Iðunn, 1984; Ugla, 2009) og stendur sú frásögn óhrakin . Alfreð mætti til þessa leiks lamaður af sjúkdómi sínum — og því fór sem fór . Brautryðjendurnir misstu öll tök á félagi sínu við sameininguna . Saga Loftleiða og flugmannanna þriggja, sem gerðu með sér félag um kaup á litlu Stinson­vélinni í mars 1944, verður ekki þurrkuð af spjöldum sögunnar . Sagan um Loftleiðir er eitt stærsta ævintýrið í sögu íslenska lýðveldisins — og ekkert dæmi finnanlegt meira um þann athafnastórhug og kjark sem ríkti með ungu fólki fyrir sjötíu árum, á lýðveldisárinu 1944, þegar þjóðin endurheimti sjálfstæði sitt að fullu . S aga Loftleiða og flug mann anna þriggja, sem gerðu með sér félag um kaup á litlu Stinson­vélinni í mars 1944, verður ekki þurrkuð af spjöldum sögunnar . Sagan um Loftleiðir er eitt stærsta ævintýrið í sögu íslenska lýðveldisins — og ekkert dæmi finnanlegt meira um þann athafnastórhug og kjark sem ríkti með ungu fólki fyrir sjötíu árum, á lýðveldisárinu 1944, þegar þjóðin endurheimti sjálfstæði sitt að fullu .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.