Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 83
82 Þjóðmál voR 2014 evrópskrar frumvinnslu áls . Þar kemur fram banvænn umframkostnaður fyrir álverin af völdum laga­ og regluverks í Evrópu, sem í mörgum tilvikum er að frumkvæði ESB, upp á 300 USD/t Al eða tæplega 20% af meðalverði 2013 . Hluti af þessu er vegna kolefnisgjalds á raforkuver og á álver, sem ekki er fyrir hendi alls staðar annars staðar, og þangað leita þá álverin . Ísland getur enn boðið upp á sam­ keppnihæfa innviði og aðföng fyrir álver . Hægðarleikur er að virkja með sjálfbærum hætti allt að 10 TWh/a til viðbótar fyrir málm­ og kísilvinnslu, sem mundi svara til um 600 kt/a af áli, og mundi Ísland þá framleiða um 1,5 Mt/a Al fyrir ISK 550 milljarða í góðu árferði . Að slíku ber að stefna með hagnýtingu beztu tækni á öllum sviðum til gjaldeyrisöflunar . Skýringar og tilvísanir 1) Ísland er dæmigert kjörlendi áliðnaðar vegna sjálfbærra og samkeppnihæfra orkulinda, góðrar hafnaraðstöðu og góðs aðgengis að stórum og þróuðum markaði ásamt vinnufúsu og hæfu starfsfólki . Við þessar aðstæður skiptir 3 . stoð beinna erlendra fjárfestinga, efnahagsskipulagið, ekki höfuðmáli, því að bókhald álfyrirtækjanna er í bandaríkjadölum, USD . Engu að síður hefur áliðnaðurinn valdið miklum flokkadráttum á Íslandi . Í upphafi stóð rimman um erlendar fjárfestingar á Íslandi, sem sameignarsinnar töldu ógna sjálfstæði landsins; síðan um mengun frá álverum, og nú um stundir hafa hávaðasamir þrýstihópar allt á hornum sér, þegar kemur að raski á ósnortinni náttúru vegna virkjana og loftlína í þágu álvera, jafnvel þó að halda megi því fram í flestum tilvikum, að umhverfið hafi sízt beðið tjón af inngripum mannsins, t .d . við ýmsar vatnsaflsvirkjanir . 2) Hreint ál (100% Al) er hvergi framleitt, heldur fylgja snefilefni úr súrálinu, og í það er oftast blandað öðrum málmum eða kísli til að framkalla eftirsótta eiginleika . Álstyrkurinn getur þá t .d . verið 99,95% . 3) Hall var Bandaríkjamaður og Heroult var Frakki . Þeir uppgötvuðu sömu framleiðsluaðferðina samtímis . Hún helmingaði bræðslumark súráls niður í u .þ .b . 950°C og gerði framleiðsluna hagkvæma . Til Hall má rekja norðuramerísku álrisana Alcoa og Alcan og til Heroult franska álfyrirtækið Pechiney, sem nú er hluti af áldeild Rio Tinto, þ .e . Rio Tinto Alcan, RTA . ISAL er dótturfyrirtæki RTA . 4) Keppinautar áls eru kopar sem efni í rafleiðara, stál í burðarbita og plötur, og trefjaplast í bita og þynnur . 5) Mt/a og kt/a Al eru milljón tonn á ári og þúsund tonn á ári af áli . 6) 1600 USD/t Al (1600 bandaríkjadalir á hvert tonn áls) til lengdar mundi gera öllum álverum í Evrópu erfitt uppdráttar . 7) LME stendur fyrir London Metal Exchange og er aðalvettvangur fyrir viðskipti með ál í heiminum, þau sem ekki eiga sér stað beint á milli framleiðanda og notanda . Verðið á LME er eins konar grunnverð, sem álag vegna samsetningar, forms og gæða, leggst ofan á . Það endurspeglar vel verðbreytingar á áli, en segir lítið til um raunverð . 8) IAI merkir The International Aluminium Institute, stofnun, sem langflest álver í heiminum senda skýrslur til um starfsemi sína, og er tölum þaðan yfirleitt treyst . 9) Með hlutfallslegum starfsmannafjölda og framleiðsluverðmætum er hér miðað við íbúafjölda í Bandaríkjunum, BNA, og á Íslandi . 10) Sjávarútvegurinn skilar svipuðum útflutnings­ tekjum til þjóðarbúsins og málmiðnaður inn . Prófessor Ragnar Árnason hefur sýnt fram á, að vegna margvíslegra samlegðaráhrifa útflutn­ ingsgreinar á starfsemi innanlands nemi framlag sjávarútvegs til VLF um einum fjórðungi . 11) VLF stendur fyrir verga landsframleiðslu, þ .e . heildarverðmætasköpun vinnuafls og fjármagns á ári . 12) Samkvæmt upplýsingum Péturs Blöndal, framkvæmdastjóra Samáls, samtaka álframleiðenda, í grein í Morgunblaðinu 11 . desember 2013, skiptast tekjurnar innanlands af áliðnaðinum þannig, að ISK 40 milljarðar (40% ) komu fyrir raforkukaupin, ISK 20 milljarðar (20% ) komu sem launagreiðslur og opinber gjöld, og ISK 40 milljarðar (40% ) komu sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.