Þjóðmál - 01.03.2014, Page 85

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 85
84 Þjóðmál voR 2014 „Þetta er að verða eins og vitlausraspítali“ Össur Skarphéðinsson: Ár drekans. Dagbók utan r íkisráðherra á umbrotatímum. Sögur, Reykja vík, 2013, 378 bls . Eftir Gústaf Níelsson Á r drekans er skemmtileg bók aflestrar og ekki öll sem hún er séð . Víða þarf að lesa á milli línanna og þótt skop skyn höfundar sé ríkulegt er hann líka alvöru gefinn . Össur er draumlyndur sveimhugi; hann er í senn hrifnæmur og hvatvís og jafnvel drýldinn á köflum, en allt fer þetta honum vel . Honum lætur þó ekki vel að sigla fleyi heilu í höfn, heldur skilur það frekar eftir úti á grynningunum og veður í land, en eftirlætur öðrum lokasprett nauð synlegra aðgerða . Þó var líf og fjör um borð, allt þar til strandið bar að . Það sann ast á afdrifum ESB­umsóknar Íslands . Á fjórum árum tókst honum ekki að ljúka „borð­ liggjandi“ máli — máli sem var „heilagt“ fyrir Samfylkinguna, flokkinn sem var bein línis stofnaður utan um slíka um sókn . Það er honum þó til málsbótar að sam­ starfs flokkurinn í ríkisstjórn dró lapp irn ar í málinu og gerði mönnum ýmsar skrá veifur . Við því var að búast að hið örlagaríka bankahrun haustið 2008 hefði í för með sér pólitískar afleiðingar, samfara áður óþekktu andstreymi varðandi efnahag fólks og fyrirtækja . Meginafleiðing þessara fordæmislausu hremminga varð sú, að niður staða alþingiskosninga vorið 2009 greiddi götuna fyrir „hreina vinstristjórn“, sam stjórn Samfylkingar og Vinstrihreyf­ ingar innar græns framboðs (VG) . Pólitísk vígstaða íslenskra sósíalista hafði skánað með slíkum ágætum, að nú varð fært að taka til höndunum svo eftir yrði tekið . Eftir á að hyggja vekur nokkra undrun hvað hin nýja ríkisstjórn færðist mikið í fang og enn meiri undrun vekur forgangsröðun mála . Fyrsta mál á dagskrá var auðvitað „hið heilaga mál“ Samfylkingarinnar, aðild Íslands að Evrópu­ sambandinu . Sú aðildar­ um sókn var auðvitað væng brotin frá upphafi vegna andstöðu VG, en mikið mátti á sig leggja til að halda „hreinu“ vinstristjórninni saman . Þessi vandkvæði í samstarfi flokkanna rekur Össur ágætlega, sem og margvísleg önnur hrossakaup, enda hékk stjórnarsamstarfið alltaf á bláþræði og þingmeirihlutinn var í reynd brostinn Bókadómar _____________

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.