Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 87

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 87
86 Þjóðmál voR 2014 stæðisflokksins, má segja að hún byrjaði á mörgu, en endaði fátt . ESB­umsóknarferlið verður nú afturkallað af alþingi á næstunni og satt best að segja þykir manni, sem utanríkisráðuneytið hafi ekki haldið neitt sérstaklega vel á málinu, undir forustu Össurar, eftir því sem fram vindur í dagbókarfærslum hans . Er engu líkara en að skort hafi á einbeitingu og markvissa stefnumótun . Og ekkert segir dagbókin okkur um það hvers vegna ekki var ráðist í að opna hina fyrirséð erfiðu samningskafla um sjávarútveg og landbúnað, annað en óljósa andstöðu Frakka og makrílveiðilanda! Iðulega er látið í veðri vaka að Ísland hafi stuðning hér og þar, einkum hjá Þjóðverjum og ekki síður hjá ýmsum pólitískum áhrifa­ mönnum í útlöndum, sem aðhyllast stjórn­ málaskoðanir ráðherrans, en hvorki gengur né rekur . Allt tal af þessu tagi bendir til skorts á raun sæju stöðumati, en slíkur skortur var sömu leiðis áberandi í sókn Íslands til sætis í Öryggis ráði Sameinuðu þjóðanna á sínum tíma . Þá sat svil kona ráðherrans og sam­ flokks maður undir stýri á lokasprettinum, eins og kunnugt er . Það skyldi þó ekki hafa verið hernaðar áætlun ESB að opna ekki fyrir þreifingar um erfiðu málin, sjávarútveg og landbúnað, fyrr en aðlögun hefði verið lokið í hinum léttvægari, sem eru þjóðinni þó um margt þungbær og kostnaðarsöm? Sárasta sviðann áttu þó IPA­styrkirnir að lina og af dagbókinni má ráða að þeir voru ekkert annað en hagsmunafé, reitt fram af ESB, til að liðka fyrir aðlögunaferlinu . Að minnsta kosti þarf að skýra rækilega hvers vegna samn ingsmarkmið Íslands í málefnum sjávar útvegsins hafa aldrei legið fyrir með traust um og óyggjandi hætti . Hið sama má reyndar segja um landbúnaðarmálin . En fleiri stórmál bar ríkisstjórnin í fangi sér, sem hún réð ekkert við og ber á góma í dagbókinni góðu . Þar þykir mér bera hæst stjórnarskrármálið, sem var fremur Okkar meirihluti blaktir á einu nástrái — Jóni Bjarnasyni . Ár drekans 10 . september, bls . 278–279 Brýnasta málið á [þingflokks]fundinum er þó staðan í ESB og samstarfið við VG . Jóhanna biður mig að reifa málið . Ég segi að við eigum tvo kosti . Ef ríkisstjórnin eigi að lifa verði að finna leið til að hjálpa VG út úr þeirri ófæru sem yfirlýsingar lykilmanna hafi komið flokknum í – eða þá að slíta ríkisstjórninni í haust . Ég rökstyð hví síðari kosturinn hljóti að koma sterklega til álita . Veturinn verði okkur mjög erfiður, með mörg stór mál sem mjög erfitt verði að koma fram, bæði stjórnarskrána og fiskveiðistjórnunarmálið . Hvorki ríkisstjórnin né flokkurinn muni þola hörð átök um ESB við VG . Mér finnst ráðherrarnir skoða stöðuna yfirvegað, en umræðan verður ekki löng . „Henni verður ekki slitið,“ segir Jóhanna point blanc af miklum þunga . Ár drekans 20 . ágúst, bls . 258 Ég ræði hispurslaust [á fundi utanríkishóps Samfylkingarinnar] þann möguleika að slíta stjórninni ef frekari hnökrar verða á samstarfinu við VG um ESB­umsóknina . „Stjórnarsáttmálinn er grundvöllur stjórnarsamstarfsins og það er ekki hægt að endurskoða hann án þess að endurskoða samstarfið,“ segi ég m .a . „Það þýðir að VG verður að skilja að fari þau yfir ákveðin mörk verður samstarfinu slitið . Það er ísköld ákvörðun sem Samfylkingin verður að búa sig undir að þurfa hugsanlega að taka .“ Ár drekans 21 . ágúst, bls . 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.