Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 89

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 89
88 Þjóðmál voR 2014 saman út heilt kjörtímabil, sem var sjálfstætt markmið, án tilgangs . Fróðlegar eru frásagnir utanríkisráðherrans af átökum sínum við einstaka ráðherra, einkum ráðherra fjármála, þegar honum þótti naumt skammtað til sinna málefna . Hótanir um stjórnarslit eru svo margar að undrun sætir . Árið 2012 var ár drekans samkvæmt kínversku tímatali; en árið var líka ár Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands . Kannski er Ólafur Ragnar drekinn, sem árið vísar til í nafngift bókarinnar? En hvað sem slíkri vangaveltu líður var árið 2012 viðburðaríkt í lífi Ólafs Ragnars . Hann gerir það sem fæstir hefðu búist við; að bjóða sig fram til forsetaembættis í fimmta sinnið . Auðvitað dylst engum að Ólafur Ragnar kann því vel að vera innan um fyrirfólk og valdamenn heimsins og á þeim vettvangi kann hann til verka . Honum hafði auðnast að rísa upp úr mykjuhaugnum, sem hann hafði dottið í eftir bankafallið og endurreisa traust og tiltrú þjóðarinnar í sinn garð . Þeirri endurreisn réðu pólitískar aðstæður og tilviljanir og slíkar kringumstæður kann Ólafur Ragnar að nýta sér í hag . Icesave­ deilan kom eins og himnasending inn í líf hans og eftirleikinn þekkja allir landsmenn og óþarft að rekja hér . En Ólafur Ragnar verður frekur til fjörsins á ári drekans, eftir að hafa lagt að velli „frambjóðanda Samfylkingarinnar“ í hörðum kosningaslag, þar sem oddvitar ríkisstjórnarinnar hugs­ uðu honum þegjandi þörfina og töldu sig hafa harma að hefna eftir tvær þjóðar­ atkvæða greiðslur vegna Icesave . Nú mátti ríkis stjórnin fara að vara sig . Lýsingar dag bókarhöfundar á ríkisráðsfundunum 30 . ágúst og 31 . desember 2012, þar sem forsetinn lætur gamminn geisa og skammar ríkisstjórnina eins og hver önnur óknytta­ börn, eru tær snilld og án hliðstæðu, enda má segja að Ólafur Ragnar hafi verið að tala þar á gamalkunnum heimavelli . Þessar tvær Þegar Jóhanna [Sigurðardóttir] flytur ræðu sína [á flokksstjórnarfund­ inum] er þó annað hljóð í strokknum . Ræðan verður að „bunker“­ræðu eins og hún sé leiðtogi flokks í herkví . Sigurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir sléttri viku, hreinsunarstarfið eftir hrunið, árangurinn í ESB og aðrir smærri sigrar hverfa í hávaðann af ræðustefi sem verður að harðri, klifandi árás á Sjálfstæðisflokkinn . Ræðan gengur vel ofan í vinstri elementin á fundinum . Undir sjónvarps­ vélum birtist hins vegar mynd af herskáum og árásargjörnum flokki sem skilgreinir andstæðinginn í tætlur en er ófær um að draga upp skýra mynd af sér sjálfum og stefnu sinni inn í kosn ingar . Þetta virkar eins og forysta flokks ins sé með Sjálfstæðisflokkinn á heil anum . Fleirum en mér úr flokki þunga­ viktarmanna finnst þetta kolröng taktík . Á vefjunum segja spekingar að Jóhanna hafi nefnt Sjálfstæðisflokkinn tuttugu sinnum í ræðu sinni .“ Ár drekans 27 . október, bls . 319 Erfið staða ríkisstjórnarinnar á loka­spretti kjörtímabilsins helgast ekki síst af því að hún hefur einfaldlega ekki meirihluta lengur í þinginu . Ár drekans 30 . nóvember, bls . 346 Samfélagið í þingflokknum hefur aldrei náð sér eftir landsdómsmálið fyrr á árinu, það var aldrei gert upp í hópnum, engin tilraun gerð til að brúa gliðn unina sem varð, heldur sópaði forysta flokksins því undir teppið . Þar liggur það og heldur áfram að eisa út í andrúmsloftið fyrir ofan . Einhver gerir það upp, einhvern tíma, kannski ég, kannski einhver annar . Ár drekans 12 . desember, bls . 359
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.