Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 90

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 90
 Þjóðmál voR 2014 89 dagbókarfærslur mætti gefa út í sérprenti . En á milli utanríkisráðherrans og Ólafs Ragnars liggja gamlir þræðir trausts og vináttu, þótt ýmsir aðrir foringjar á vinstrivæng stjórnmálanna muni væntanlega aldrei fyrirgefa forsetanum „löðrungana“ . Í fyrirsögn þessa ritdóms, „Þetta er að verða eins og vitlausraspítali“, er vísað í orð, sem Kristján Möller alþingismaður lætur falla við dag bókarhöfund 30 . maí á ári drekans, en þau lýsa þeirri togstreitu, illindum, fláræði og undir ferli, sem svo mjög einkenndu þetta stjórnar samstarf Samfylkingar og VG . En Össur Skarphéðinsson lætur engan bilbug á sér finna: „Ég hef þykkasta skrápinn í íslensk um stjórnmálum . . .“ og bætir örlítið við til áhersluauka: „Í Samfylkingunni er ég „survivor“ dauðans .“ Þessi orð leiða hugann að því hvers vegna Samfylkingin valdi til forustu pólitískt „dauðvona þunnskinna“ . Össur er ritfær með afbrigðum og orð­ færið á köflum snilldarlegt og stundum fornt . Það „blæs í svarra“ og „slær í gadda“ hjá honum . Ritmálið á bókinni ber þess merki að vanur maður og vígfimur heldur á stíl vopninu . Mér finnst Össur nokkuð hug­ aður að gefa okkur viðlíka innsýn í hugarfar valdastreitustjórnmála á vinstri kantinum og engir áhugamenn um stjórnmál eiga að láta þessa bók framhjá sér fara, enda tekst höfundi á einlægan hátt að gera lesandanum grein fyrir því að óvarlegt er að binda trúss sitt við „hreina“ vinstristjórn, þótt hann segi það ekki berum orðum . Ekki verður annað sagt en að árið 2012, sem rammar inn Ár drekans, hafi verði viðburðaríkt í lífi og starfi ráðherrans og hann haft í mörg horn að líta og þykir mér nú bara vanta framhald dagbókar hans fram að stjórnarskiptum vorið 2013 . Það yrði fengur að slíku framhaldi, enda gæti hann þá kannski upplýst hvers vegna skjaldborgin, margum­ talaða, reis aldrei . Kannski stóð það aldrei til?! Fundinum [í ríkisráðinu] vindur fram með hefðbundnu sniði þangað til ráð herrar hafa lokið flutningi mála . Þá byrjar ballið . Forsetinn tekur upp stjórnar­ skrár drögin sem nú liggja fyrir þinginu . Ráð herrar, sem hafa engan pata af þessu fyrir fram, réttast í stólnum . Hann byrjar á að segja að margt sé í þeim gott og tiltekur sér staklega auðlindaákvæðið og ákvæði um þjóðar atkvæðagreiðslur . Hvort tveggja hafi hann jafnan stutt . Að loknum þessum menúett hefst hörð hríð gegn þeim atriðum sem forsetanum finnst goðgá . Hann er afar lítið hrifinn af ákvæði draganna um persónukjör og kveður sér fyrirmunað að skilja að þessir tveir flokkar ætli að koma á stjórnarskrá sem í reynd rífi niður hlutverk flokka með því að skapa svigrúm fyrir að menn hasli sér völl sem einstaklingar og byggi sig upp ekki í krafti félagslegra hreyfinga heldur á einleik og eigin persónu . Hann rifjar upp að bæði Samfylkingin og Vinstrihreyfingin — grænt framboð séu félagslegir stjórn mála flokkar sem standi á félagslegum merg og hafi sjálfir stutt og byggst á fjölda hreyfi ng um . Öll okkar hér við borðið hafi tekið þátt í þeim með mismunandi hætti, bæði í sam vinnu ­ hreyfingunni og hreyfingu launa manna . Forsetinn kryddar þetta með því að rifja upp þátttöku margra okkar, þar á meðal hans sjálfs, í Samtökum herstöðva andstæðinga . Hann kveðst heldur ekki með nokkru móti geta skilið að þessir tveir flokkar ætli að standa að breytingum sem gæfu for­ sætisráðherra eins stjórnarflokks agavald yfir ráðherrum hinna . Hann þyrfti að láta segja sér það tvisvar að flokkar sem spretta m .a . úr Alþýðu bandalaginu og Alþýðuflokknum ætli að láta það í stjórnarskrá að forsætisráðherra úr Sjálfs tæðisflokki gæti skipað ráðherrum þeirra fyrir og haft vald til að setja þá út úr ríkisstjórn . Ár drekans 31 . desember, bls . 376­377)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.