Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 95

Þjóðmál - 01.03.2014, Blaðsíða 95
94 Þjóðmál voR 2014 hærra stig iðnvæðingar og samþjöppunar auðvaldskerfisins .“ (Bls . 42–43 .) Úr þessum hugmyndaheimi er stjórn­ málaviðhorf Ragnars Stefánssonar sprottið . Það er hluti af uppeldi hans og öllu umhverfi í æsku . Hann segir bók sína ekki sagnfræðirit og er það rétt því að hann lýsir sögunni einfaldlega frá eigin sjónarhóli og gefur ekki mikið fyrir öndverðar skoðanir þótt þær séu reistar á rannsóknum og vel rökstuddar . Það er engu líkara en raunvísindamaðurinn líti á hugvísindin á þann veg að þar eigi hugarburðurinn að ráða . Ragnar gerir vel og skemmtilega grein fyrir forfeðrum sínum, yngri árum og upp­ vexti í Reykjavík . Hann hefur glöggt auga fyrir að glæða frásögn sína með lýsingum á litlum atvikum, fólki sem verður á vegi hans eða því sem fyrir augu ber . Frásögnin er oft tilfinningarík og gengur nærri Ragnari sjálf­ um og hans nánustu . Sjálfsmynd hans stang­ ast verulega á við það sem að öllum al menn­ ingi sneri í fjölmiðlum . Þar var hann annars vegar kallaður á vettvang vegna jarðskjálfta eða hins vegar frá honum sagt þegar hann reyndi að valda pólitískum skjálfta . Ragnar skýrir hluta pólitískrar þróunar á Íslandi á síðari helmingi 20 . aldarinnar . Hann lýsir upp þann afkima stjórnmálanna sem hann valdi sér . Hann var frekar maður aðgerða en ræðuhalda og rökræðna . Lengst gekk hann sem formaður Fylkingarinnar snemma árs 1969 þegar hann átti þátt í að útbúa sprengju sem ætlað var að kveikja í bandarískum herbragga í Hvalfirði . Þetta mistókst, sprengjan fannst, Ragnar og fleiri í Fylkingunni hlutu væga dóma og hann hélt starfi sínu sem jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands . Ragnar hefur aldrei gengið af trúnni, hann hikar ekki við að viðurkenna það . Til sögunnar nefnir hann einstaklinga sem stóðu við hlið hans í lengri eða skemmri tíma . Sú spurning er áleitin hvort þeir hafi umturnast eða haldi enn í sömu trú en beri hana einfaldlega ekki á torg eins og Ragnar gerir . Við sögu hjá Ragnari koma til dæmis menn sem nú gegna ábyrgðarstöðum í Seðla­ banka Íslands . Kannski er kúvendingin frá trotskíismanum svo mögnuð að þeir sem reyna hana hafa þörf fyrir að leita skjóls þar sem peningaprentvélunum er stjórnað? Efnisröðun í bók Ragnars er dálítið tæt­ ingsleg, sumt er prentað með skáletri án þess að alltaf sé auðvelt að átta sig á hver tilgangurinn er með því . Það er kostur við bókina og undirstrikar sérkenni hennar hve kaflarnir eru mislangir og hvernig öllu ægir í raun saman . Prófarkalestur hefði mátt vera betri . Forvitnilegar myndir eru í bókinni og meginmáli fylgir nafnaskrá . Eins og sagði í upphafi þessarar frásagnar ríkti mikil pólitísk festa á Íslandi þegar Ragnar hóf bein pólitísk afskipti á Íslandi á sjötta áratugnum . Hvorki honum né öðrum tókst að kveikja hér á landi það bál sem einkenndi stjórnmálabaráttu austan hafs og vestan . Hreyfingin sem Ragnar ýtti úr vör náði aldrei á marktækan hátt inn í Háskóla Íslands . Þeir sem kalla sig 68­kynslóðina á R agnar segir bók sína ekki sagnfræðirit og er það rétt því að hann lýsir sögunni einfaldlega frá eigin sjónarhóli og gefur ekki mikið fyrir öndverðar skoðanir þótt þær séu reistar á rannsóknum og vel rökstuddar . Það er engu líkara en raunvísindamaðurinn líti á hugvísindin á þann veg að þar eigi hugarburðurinn að ráða .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.