Alþýðublaðið - 11.12.1919, Side 3

Alþýðublaðið - 11.12.1919, Side 3
höfundur Mgbl.greinarinnar heflr enga þekkingu á stjörnufræði, t. d. t>ví sem hann segir um „allmerki- lega plánetusamstæSu", er eigi sér stað í þessum mánuði, að ónefndu því, að Mgbl. kallaði pláneturnar fastasljörnur um daginn! Af því margir hafa lagt trúnað á þennan heimsendisþvætting, skal þess getið hér, að langsennilegast er, að þessi Porta stjörnufræðing- ur, sem þetta er haft eftir, hafi aldrei verið til, heldur hafi ame- ríska blaðið, sem fyrst flutti fregn- ina, búið hann til, af því þess þurfti með, til þess að gera fregn- ina sögulegri og sennilegri, að bera einhvern fyrir henni, og ekki er sennilegt, að neinn, sem stjörnu- fræði iðkaði sem vísindi, vildi láta bendla sér við annað eins þvaður, sem þetta heimsendisskraf. Um daginn og vegini. „Modern Astrology" heitir rit enskra stjörnuspekinga, sem birtir allar nýungar í stjörnufræði og ýmsar hávísindalegar greinar um stjörnufræði og stjörnuspeki. Desemberhefti þessa tímarits er nýkomið, og er þar ekkert minst á,, að nokkrar stjörnur séu í nokk- urri sérstakri afstöðu um þessar niundir. Og ekki er þar minst einu orði á blaðaskruraið ameríska, um röskun sólarinnar eða spreng- ingu. : Pórarinn Guðmnudsson fiðlu- leikari og kona hans voru með- al farþega með Botníu. Þórar- inn hefir verið utanlands sér til heilsubótar og hefir tvisvar verið skorinn upp. Yonandi nær þessi efnilegi listamaður sér alveg eftir Þenna langa lasleika. Gnðlangur Jónsson lögreglu- Þjónn er nú kominn á fætur, eftir legu sína í taugaveiki. Hann hefir iegið vestur í „Sóttvörn" og lætur vel af vistinni þar. Hjúkrunar- konan, ungfrú María Maack, segir hann að sé mjög röggsöm og utarfinu vel vaxin. l>eikfélagið mun nú um helg- ina íeika „Landafræði og ást*, ALÞÝÐUBLAÐlÐ eftir Björnstjeme Björnsson. Petta leikrit hefir áður verið leikið, og gerður að því góður rómur. Um jólin byrjar Leikfélagið, að sögn, að leika „Sigurð Brá“, eftir Johan Bojer. Kristnir menn ofsóttir! Morg- unblaðið segir, að „kristnir menn séu ofsóttir í Riga°. Einkennileg fyrirsögn, en þó samræmi við annað þar í sveit! Álíka viturlegt væri að segja, að kristnir menn hefðu verið ofsóttir í Belgíu eða í öðrum ófriðarlöndum. Hingað til hefir að eins verið talað um of- sóknir kristinna manna meðal heiðingja. En sumir virðast hálf- ruglaðir í ríminu upp á siðkastið, sbr. Morgunblaðið undanfarið. Eða kannske það vilji halda fram, að Rússar séu heiðingjar! Koli konungnr. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). „Hvers vegna ferð þú ekki burtu?“ spurði Hallur. „Guð komi tilt Hvernig ætti eg að komast héðan? Eg á móðir og tvær systur". „Og pabbi þinn?" Hallur frétti að faðir Andys hafði verið einn þeirra, sem skera þurfti í parta, svo að hann næðist úr námuopinu. Og nú var sonurinn bundinn á sama bás, unz röðin kæmi að honum að fara sömu leiðina! „Eg vil ekki verða kolagreftrar- maðurl“ hrópaði drengurinn með ákafa. „Eg kæri mig ekkert um það, að verða drepinn*. Og hann tók að spyrja Hall nm það, hvað hann mundi geta tekið fyrir, ef hann hlypi frá fjölskyldu sinni og legði af stað að kanná ókunna stigu. Hallur reyndi að muna eftir því, hvar hann hefði séð Grikki, hörunds- blakka, með stór svört augu, í þessu gósenlandi frelsisins, og hann gat ekki gefið honum hærri vonir en þær, að verða skóburst- ari, eða vikadrengur á gistihúsi, þar sem stór og feitur yfirmaður, tók af honum alla drykkjuskild- inga hans. 8 Andy hafði gengið i skóla og lært að lesa Ensku, og kennarinn hafði lánað honum bækur og tfmarit með dásamlegum myndum í. En nú stefndi hugurinn hærra, nú þráði hann að sjá með eigin augum, það, sem myndirnar voru af. Nú stóð Hallur augliti til auglitis við einn erfiðleikanna sem forstöðumenn námanna áttu við að stríða. Þeir söfnuðu saman heilum flokki af auðmjúkum þræl- um, sem tfndir voru úr tuttugu til þrjátíu mismunandi þjóðflokk- um, sem mansöldrum saman höfðu verið þrælar. En vegna hinnar heimskulegu hugmyndar Ameríkana um sveitaskóla Iærðu börn þessara manna að tala Ensku — meira að segja að Iesa hanat Svona urðu þau of góð til að gegna hlutskifti sínu í lífinu, og ekki þurfti meira, en að einn umferða-boðberi slyppi inn — þá var hreinasta helvíti við alt að eiga. Þ?ss vegna var í sérhverju námuhverfi annar „eldvörður". Hans hlutverk var að gæta nám- unnar fyrir annari tegund spreng- ingar — ekki orsakaðri af vetn- inu, heldur af sálum mannanna. í þessu embætti var Jeff Cotton, regluverndarinn í Norðurdal. Hann var þó engan veginn á að sjá, eins og hægt var að hugsa sér mann í ,hans stöðu — hann var grannur, og einhver göfgisblær var á honum, og hefði hann verið í kjól, hefði vel mátt taka hann fyrir stjórnfræðing. En munnur hans varð andstyggilegur, þegar eitthvað var honum ekki um geð og hann var vopnaður sexhleyptri skammbyssu. Um handlegg sér bar hann líka borða fullmegtugs lögreglustjóra, og þegar JeffCotton nálgaðist, varð versti óróaseggur af sjálfsdáðum rólegur eins og lamb. Svo reglan hafði ekki upp á’^neitt að klaga í Norðurdal. Það var að eins á laugardags kvöld^eða sunnudagskvöld, þegar þurfti að koma burtu, þeim sem vorujfullir, eða á mánudagsmorg- un, þegar átti að draga þá út úr kofum sínum og reka þá, eins og|hunda, til vinnunnar, að mað- ur sá, hvernig „reglu" var haldið. Auk Jeff Cotton og aðstoðar- manns hans, Adams, sem báðir höfðu band um handlegginn og allir þektu, voru aðrir aðstoðar- menn, sem höfðu ekkert band,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.