Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 37
35
Að rannsaka með kennurum
Samræður mínar við kennarana voru eins og
ferðalag um fagvitund þeirra. Þegar við ræddum
um málefni tengd kennsluumhverfinu, ábyrgð,
stöðu og væntingar til nemenda opnaði fyrir ný
málefni, margbreytileika kennarastarfsins og
fagmennsku kennara.
Lára, kennari með 15 ára kennslureynslu
talaði um þá miklu ábyrgð sem sett er á kennara
í síbreytilegu þjóðfélagi. Hún taldi að fáir gætu
haft jafn mikil áhrif á breytingar og þróun
í samfélaginu og grunnskólakennarar. Björk
talaði mikið um ýmsar kenningar urn nám og
kennslu, en að hennar áliti snýst kennsla um
meira en miðlun þekkingar. Henni finnst skipta
meira máli að kenna börnunum að skipuleggja
og taka ábyrgð á eigin námi. Hún sagði að
hennar ábyrgð felist í því að skipuleggja
námsumhverfi sem kemur til móts við þroska,
hæfileika og áhuga nemenda sinna.
Kennslan lætur þig aldrei í friði. Eftir skóla eða
í bflnum á leiðinni heim þá ertu alltaf að hugsa
um börnin. Þú reynir að finna út hvað þú þarft að
gera til þess að þeir nái betri árangri eða þú leitar
að hlutum heima hjá þér sem geta komið sér vel í
skólanum. Ég held að kennsla sé lífsstíll (Björk).
Þegar ég skoðaði starfið með kennurunum,
þá máluðu þeir myndir af fagmennsku sem er
í stöðugri þróun. Gæði umræðnanna byggir
þó ekki eingöngu á hugarkortunum eða FSK
amboðunum heldur hvemig og hvers vegna
þau voru notuð. Með því að vinna kortin og
fylla út amboðin þá styrkti það kerfisbundna
persónulega ígrundun, greiningu og mat. En
þrátt fyrir það þá var það í samræðum okkar
í milli sem við náðum að tengja reynsluna
í bekknum við kenningar og mismunandi
sjónarhom, útvíkka skilninginn og sjá hlutina
á nýjan hátt. Rannsóknaraðferðimar sem við
notuðum gefa til kynna að til að ná bæði dýpt
og breidd í faglegar samræður er gott að hafa
eftirfarandi þætti í huga:
NotkunFSKamboðannageturhaftmargvísleg
áhrif á ígmndun og samræður og verið gott
tækifæri til að koma hugmyndum og skoðunum
sínum á framfæri, boðið upp á margvíslegar
leiðir til að tjá sig og hjálpað við að setja
upplýsingar þannig fram að auðvelt sé að deila
þeim með öðrum. Vel ígrundaðar spurningar og
námsumhverfið getur haft áhrif á að kennarar
skoði aðstæður þar sem valdahlutföll hafa áhrif
á ákvarðanatöku eða skoðanir. Umræður um
hugtök eins og samvinnu, viðbrögð, mótstöðu,
þvingun og einstaka þekkingu styður þetta
ferli. Hugtakakortin og amboðin geta hjálpað
kennurum að rannsaka eigið starf. Það er von
mín að við eigum eftir að sjá kennara taka af
miklu meiri krafti þátt í rannsóknum á námi og
kennslu og nýta sér nýja þekkingu til að móta
og þróa skóla framtíðarinnar. Hugmyndir um
kennararannsóknir er ein leið til þess.
Heimildir
Anderson, G. L„ Herr, K„ & Nihlen, A.
S. (1994). Studying your own school:
An educator's guide to qualitative
practitioner research. Thousand Oaks:
Corwin Press, Inc.
Apple, M. W„ & Jungck, S. (1992). You
don't have to be a teacher to teach this
unit: Teaching, technology and control
in the classroom. í A. Hargreaves & M.
G. Fullan (ritstj.), Understanding teacher
development. (bls. 20-42). New York:
Teachers College Press.
Bodone, F„ Guðjónsdóttir, H„ & Dalmau,
M. C. (2004). Revisioning and recreating
practice: Collaboration in self-study.
í J. J. Loughran & M. L. E. Hamilton
& V. LaBoskey & T. Russell (ritstj.),
International handbook of self-study of
teaching and teacher education practices
(bls. 743 - 784). Boston: Kluwer
Academic Publishers.
Bogdan, R„ & Biklen, S. (1992). Qualitative
research for education: An introduction
to theory and methods (2. útg.). Boston:
Allyn and Bacon.
Buzan, T„ & Buzan, B. (1993). The mind map
book. London: BBC Books.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004