Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 55
53
oftar umdeildari eins og í rannsóknum yfirleitt,
ef marka má aðferðafræðilega umfjöllun
(Cameron, 2002,137). Gögnin voru marglesin
yfir og ráðandi orðræður greindar svo og
margbreytilegar raddir lykilþátttakenda, sem
eru háskólanemamir í þessari grein. í túlkun er
m.a. komið inn á merkingu niðurstaðna fyrir
skólastarf á tímum hnattvæðingar.
Niðurstöður
Orðræðan um þjóðarvitundina eða hið
íslenska og hið hnattræna í sjálfsmyndum
ungs fólks
Hvernig talar ungt fólk um það að vera
Islendingar við árþúsundamót? Hvaða hópar
eru það sem það samsamar sig með? Hvernig
staðsetur þetta unga fólk sig í veröldinni á
tímum hnattvæðingar? Kenna þeir sig við
heimahagana, tilteknar stofnanir, við landið
eða sjá þau sig sem heimsborgara? Hvernig
hljóma raddir þeirra? Til að nálgast þessi svör
var m.a. spurt eftirfarandi spurninga: Hvernig
myndir þú lýsa sjálfum þér sem íslendingi
í stuttu máli? Að hve miklu leyti finnst þér
sjálfsmynd þín vera staðbundin, landsbundin
eða hnattræn? Hvaða þýðingu hefur það fyrir
þig að vera íslendingur? Hér verður ekki um
tæmandi greiningu að ræða, heldur lögð áhersla
á lýsandi dæmi er gefa innsýn í hvernig þetta
unga fólk í þremur aldurshópum staðsetur sig.
Greina mátti ákveðinn aldursmun í
svörunum. Níundu bekkingamir sögðust oftast
líta á sig sem Vesturbæinga eða Reykvíkinga
og kenndu sig stundum við stofnanir eins og
íþróttafélag. Nokkrir sögðust þó fyrst og fremst
vera Islendingar eða af íslenskum uppmna og
í þeim tilvikum voru þeir yfirleitt aðfluttir til
Reykjavíkur utan að landi eða höfðu alist upp
að hluta erlendis.
Elín í 9. bekk:
Ég er náttúrulega borgarbam dauðans. Grafar-
vogur er sveit fyrir mér. Ég fæddist bara alveg
á Laugaveginum ... er Reykvíkingur ... ég tala
íslensku og hugsa íslenskt og ... maður er með
þjóðarrembing .... Ef Islendingar keppa í einhverju
þá held ég alltaf sjálfkrafa með þeim.
Jafnaldri hennar Lárus úr 9. bekk:
Ég er hetja. Islendingar eru hetjur að þola þetta
veðurfar, og þó, við eigum alltaf að vera að vinna,
getum ekkert verið úti ... annars er ég bara svona
nokkum veginn venjulegur, mikið fyrir tölvuleiki
og svona ... Ég lít mest á mig sem Vesturbæing,
samt held ég ekki með KR.
A framhaldskólaárunum verða sjálfslýsing-
amar áberandi flóknari. Bernskuímyndin er að
hverfa, flóknari hugsunarmáti kemur fram og
flóknari heimur blasir við.
Menntaskólanemarnir svöruðu oftast þannig
að það færi eftir samhengi hvort þeir litu á sig
sem íslending, aðallega gerðu þeir það eftir
að þeir fóru til útlanda eða í útlöndum og
þegar þeir eru að fylgjast með íslensku liði í
einhverri keppni til dæmis. Undantekningar
voru á þann veg að sjálfsmyndin væri blanda
af einhverju staðbundnu, landsbundnu og
heimsborgaranum. Einn sagðist fyrst og fremst
líta á sig sem ungan íslenskan heimsborgara,
enda ákveðinn í að búa erlendis í framtíðinni.
Heyrum í Snorra, sem kennir sig við
tiltekna stofnun (stjórnmálaflokk) og vill líta
á sjálfsmyndina sem fastmótaðan kjarna, sem
ber að halda fast í:
Ég er í sjálfstæðisflokknum. Ég held ég sé kannski
ekkert voðalega góður Islendingur ... ég ætla
að fara út og kem ekki aftur ... Nei ég myndi
örugglega ekkert breytist í Dana ... nei maður
er íslendingur og myndi örugglega forðast aðra
menningu svo maður verði ekki fyrir áhrifum ...
ég er ungur íslenskur heimsborgari.
Sigríður er einn af mörgum framhalds-
skólanemum sem skilgreinir sig ákveðið sem
Islending og hefur lært ýmislegt um íslendinga
á ferðum sínum erlendis
Ég hef búið hér alla mína ævi, það fylgir nú
því ekkert hvemig persóna ég er. Ég er náttlega
Islendingur en ég er samt rosalega svona heims...
Ég ferðast mikið og nýt mín rosalega mikið annars
staðar ... þá sér maður hvemig íslendingar em,
hvemig þeirra viðhorf er og græðgin svo mikil
og svoleiðis en auðvitað er maður fyrst og fremst
Islendingur ... ég get ekkert sagt að ég sé af
einhverju öðru þjóðerni en ég er sko.
Háskólafólkið kenndi sig oftast við þann
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004