Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 86
84
sem hér er til umfjöllunar er nauðsynlegt
að benda á að PT er einnig öflugt verkfæri
til að meta árangur kennslu (White, 1986) í
almennum getublönduðum bekk (Beck, 1981)
og við kennslu bráðgerra barna (Duncan,
1972).
Á öldinni sem leið fleygði atferlisgreiningu
fram með rannsóknum á námi og hegðun.
Eins og á öðrum vísindasviðum er þekkingar
í atferlisgreiningu leitað með kerfisbundnum
hætti. Aðferðunum er ítarlega lýst svo aðrir geti
endurtekið sömu rannsóknirnar annars staðar
og á öðrum tíma. Ef hliðstæðar niðurstöður fást
ítrekað, eykst trúverðugleiki þeirra og líkur á að
þær sýni algildar reglur um hegðun.
Forsenda þessa er að viðfangsefnið sé vel
skilgreint og ekki fari á milli mála hverjar
hinar merkjanlegu mælieiningar þess eru. Til
að mæla hegðun og breytingar á henni er hún
hlutuð í teljanlegar einingar, hvort sem er á
rannsóknastofu eða í skólanum. Einingarnar
getum við kallað athafnir (Guðríður Adda
Ragnarsdóttir, 1997). Athafnir sem felast í
hegðun nemandans og hegðun kennarans eru
þær frum- og fylgibreytur sem nauðsynlegt er að
skilgreina ítarlega og magnbinda. Á grundvelli
þess er hægt að lýsa í smáatriðum atburðarás
tilraunar, eða kennslu og þjálfunar, og styðjast
við haldbærar tölulegar upplýsingar. Breyturnar
eru taldar og skráðar í rauntíma og samband
þeirra er greint og metið. Þannig er upplýsinga
aflað um reglufestu hegðunarinnar og breytingar
á henni.
Slík magnbinding og aðferðalýsing gera
öðrum kleift að endurtaka tilraunina eða
þjálfunina, og fá væntanlega við það hliðstæðar
upplýsingar og fyrri niðurstöður sýndu. Með
því að endurtaka tilraunir, kennslu og þjálfun
á nýjum viðfangsefnum, safnast smám saman
gögn er leiða í (e. inducé) (Bernard, 1865/1957)
reglur sem síðan verður hægt að alhæfa út
frá. Þekking um lögmál hegðunar verður til.
Þetta þýðir að ólíkt kenningum um nám og
kennslu er PT vel útfærð og raunprófuð tækni,
sem byggir á haldbærum rökum er felast í
sterkuin, megindlegum gagnagrunni (e. clata
based) (Binder og Watkins, 1990) sem öllum er
aðgengilegur.
1 greininni verður leitast við að svara
spurningunni: Hvernig getur kennsla verið
rannsókn? Niðurstaða greinarinnar og svar er,
að með færniþjálfuninni Precision Teach-ing er
jafnframt verið að afla tölulegra gagna. Þau segja
til um nákvæma stöðu og framfarir viðkomandi
nemanda í þeim atriðum námsefnisins sem hann
glímir við eftir ólíkum skynjunar- og verkleiðum.
Ut frá þessum tölulegu gögnum ásamt tilteknum
forsendum eða vísitölum sem jafnframt verða
kynntar hér, má spá fyrir um mælanlegan árangur
nemandans í þeirri færni sem verið er að skoða.
PT er sem sagt einnig gagnleg aðferð til að
rannsaka hegðun einstaklinga (e. single subject
design, N = 1) (Barlow og Hersen, 1984), þ.e.
til að bera saman athafnir sama einstaklings (e.
witliin subject desigri) hvort sem er innan veggja
skólastofunnar eða utan.
Umfjöllunin og niðurstaðan tengist beint
þeirri stefnu sem mörkuð var árið 1995 með
lögum um grunnskóla. Stefnumörkunin, að
skólinn skuli vera fyrir alla og að hver nemandi
eigi þar að fá kennslu við hæfi, vekur ýmsar
spurningar um framkvæmd kennslunnar og
matsaðferðir. í ljósi þess verður því haldið hér
fram að í færniþjálfun, mælingum og mati með
PT felist svarið við því hvernig kennarar geti
náð svo háleitum markmiðum t.d. í stórum
getublönduðum bekk. Og einnig, hvernig þeir
geti vitað með vissu hvort markmiðin hafi náðst.
Með öðrum orðum, með PT getur kennsla og
þjálfun jafnframt verið rannsókn.
Færniþjálfun, mælingar og
mat með Precision Teaching
Þrátt fyrir nafnið er tæplega hægt að segja að
Precision Teaching sé kennsluaðferð eins og
það hugtak er almennt notað. PT er frekar eins
konar aðferðarammi eða kerfisbundin leið til
að
• þjálfa færni einstaklinga á öllum aldri,
óháð námsgrein og getu svo færnin
geymist og vari áfram í hegðunarminni
(e. repertoire) þeirra eftir að þjálfun
lýkur,
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004