Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 149
147
með þátttöku sinni og er þar e.t.v. um enn
einn þáttinn að ræða þar sem hæfni erlendu
barnanna er ekki metin sem skyldi.
Ljóst er að sterk og góð tengsl skóla og
heimila eru mikilvægur þáttur í þróun skóla-
starfs í fjölmenningarsamfélagi. í yfirstandandi
rannsókn höfundar (Hanna Ragnarsdóttir,
2004) er sjónarhorn foreldra og kennara lagt
til grundvallar þegar bæði líðan og velgengni
bamanna er athuguð. Er þá einkum átt við
hvemig bömunum vegnar í skólanum, hvort
þau taka framförum í námi, en ekki tekið mark
á einkunnum eingöngu. Haft er í huga hvernig
væntingar foreldra geta haft áhrif á velgengni
barnanna, svo og menningarbundin, trúarleg og
einstaklingsbundin viðhorf foreldra. Einnig er
litið til þess að fjölmargir þættirgeta haft áhrif á
viðhorf og mat kennaranna, t.d. skólastefna og
skólamenning, auk samfélagslegra, trúarlegra
og menningarlegra gilda. Ljóst er að ekki er
hægt að flokka áhrif einstakra þátta á nákvæman
hátt í rannsókn sem þessari, eingöngu benda á
hvernig viðhorf og væntingar foreldra og barna
geta endurspeglað uppruna og fjölskyldusögu.
Þá er hugað að því hvort mótun stefnu í
skólunum getur haft bein áhrif á velgengni
barnanna, eða hvort velgengni þeirra markast
fremur af öðrum þáttum, svo sem viðhorfum
kennara og væntingum til barnanna, samstarfi
heimila og skóla og því mati sem fram fer í
skólunum.
✓
Islenskir skólar og erlend börn
Undanfarin ár hefur sú stefna verið ríkjandi í
grunnskólum í Reykjavík varðandi móttöku
nemenda af erlendum uppruna, að börn á
aldrinum níu til fimmtán ára hefja nám í
móttökudeildum. Móttökudeildirnar í Reykja-
vík eru ætlaðar börnum sem hafa ekki
nægilega kunnáttu í íslensku til að stunda nám
í almennum bekk einvörðungu. Gert er ráð
fyrir að böm séu að hámarki eitt ár í slíkum
deildum, eftir það fari þau í sinn heimaskóla.
Móttökudeildirnar í Reykjavík eru staðsettar
í þremur skólum en þjóna nemendum úr
allri borginni. I dag eru móttökudeildir á
Islandi alls átta (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur,
2004). í móttökudeildum er almennt lögð
megináhersla á að undirbúa börnin undir
nám og íslenskukennsla vegur þar þyngst.
Asamt þvf að vera í móttökudeild er algengt
að börnin taki þátt í sérgreinum, svo sem
listum og íþróttum með umsjónarbekk sínum
fyrsta árið. Að loknu fyrsta árinu sækja þau
börn sem áfram eru í skólanum yfirleitt í
auknum mæli kennslustundir í umsjónarbekk
en fá aðstoð eftir þörfum í móttökudeild.
Önnur börn fara í almenna bekki í sínum
heimaskólum. Yngri bömin í grunnskólum
hefja nám í sínum heimaskólum, taka þátt í
starfí í umsjónarbekkjunum og fá stuðning eftir
þörfum í íslensku. Starfið í móttökudeildunum
þremur í Reykjavík er þó þróað á nokkuð
ólíkan hátt og Austurbæjarskóli er móðurskóli
í fjölmenningarlegri kennslu (Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur, 2004; Austurbæjarskóli: Um
skólann, 2004; Skólahandbók Breiðholtsskóla,
2004; Háteigsskóli: Móttökudeild fyrir
nýbúa, 2004). í leikskólum hefur móttaka
barna af erlendum uppruna verið á svipaðan
hátt og annarra barna og íslenskukennsla
þeirra farið fram á ýmsan hátt, í sérstökum
málörvunarstundum með öðrum börnum
í leikskólunum, þau hafa fengið sérstaka
íslenskukennslu án íslenskra bama eða þeim
hefur verið ætlað að læra íslensku í leik með
öðrum börnum (Hanna Ragnarsdóttir, 2002).
Móttökudeildir og sérkennsla bama af erlendum
uppruna eru leiðir ætlaðar til þess að börnin nái
sem fyrst tökum á íslensku og geti orðið virkir
þátttakendur í skólastarfinu og samfélaginu.
Misjafnt er hvernig börnunum hefur vegnað í
þessu kerfi (Hanna Ragnarsdóttir, 2004). Sum
spjara sig vel, önnur verr. Sameiginleg þeim
leiðum sem hér hefur verið lýst er áhersla á
að mennta erlendu börnin svo að þau verði
virkir þátttakendur í íslenskum skólum og
samfélagi og litið á þau sem sérstakan hóp
sem þurfi aðstoð. Spyrja má um réttmæti
þess að aðgreina börn af erlendum uppruna á
þennan hátt frá íslenskum börnum frá upphafi
skólagöngu, skapa þannig tvo hópa frá fyrsta
degi og stöðu sem unnið getur gegn erlendu
bömunum til lengri tíma litið með því að marka
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004