Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 231
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 229-238
229
Notkun upplýsinga- og samskiptatækni í
framhaldsskólum á íslandi
Ásrún Matthíasdóttir
Háskólanum í Reykjavík
Michael Dal og Samuel C. Lefever
Kennaraháskóla Islands
Fjallað er um aðferða við kennslu eigindlega rannsókn á notkun upplýsinga- og samskiptatækni
(UST) í framhaldsskólum og sem gerð var á haustönn 2002. Rannsóknin er hluti af þriggja ára
samvinnuverkefni þriggja háskóla, Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík og Kennaraháskóla
íslands. Megin markmið verkefnisins er að skoða áhríf upplýsinga- og samskiptatækni á nám og
kennslu í íslensku skólakerfi. Hér verður fjallað um þann hluta verkefnisins sem lýtur að notkun
upplýsinga- og tölvutækni í framhaldsskólum og áhersla er lögð á notkun nemenda og kennara
á UST og viðhorf þeirra til notkunarinnar. Rafræn spurningalistakönnun var lögð fyrir nemendur
og kennara í 15 framhaldsskólum. Niðurstöður rannsóknarinnar er að notkun Netsins er almenn
meðal bæði nemenda og kennara og viðhorf þeirra til UST er jákvæð. Þó að notkun á Netinu og
tölvupósti sé almenn og geti nýst í námi og kennslu þá eru nýjungar sem falla undir UST ekki
mikið nýttar, s.s. rafrænar æfingar og próf, umræður á Netinu og vefsíður. Kennara eru ekki
sannfærðir um að notkun á UST leiði til betri árangurs og nemendur eru ekki sannfærðir um að
það hjálpi þeim í námi. Hegðun og viðhorf kennara og nemenda í þessari rannsókn gefa einnig
til kynna að notkun UST hafi ekki valdið miklum breytingum í kennslu. Ný tækni hefur breytt og
kannski einfaldað hagnýt atriði varðandi undirbúning kennslu og vinnu nemenda, en ekki leitt til
afgerandi nýrra
Þar til fyrir áratug eða svo var fyrirlestraformið
ásamt verkefnavinnu vinsælasta kennsluformið
í framhaldsskólum landsins. Með breyttri
samsetningu nemendahópsins, auknum fjölda
nemenda, bættu aðgengi að upplýsinga- og
samskipatækni (UST) og aukinni þjálfun í
notkun hennar hefur orðið breyting á og ýmis
ný tækifæri skapast bæði fyrir nemendur og
kennara. Menntamálaráðuneytið hefurfrá 1996
lagt áherslu á að auka notkun á UST í íslensku
skólakerfi, sem m.a. kemur fram í aðalnámskrá
fyrir framhaldsskóla frá 1999, þróunarskóla-
verkefnum, endurmenntun kennara og árlegri
ráðstefnu um upplýsingatækni. Sífellt fleiri
skólar bjóða nú upp á fjarnám en með fjarnámi
er hér átt við nám þar sem kennarar og
nemendur hittast lítið sem ekkert og nýta UST
til kennslu, náms, samvinnu og samskipta.
Nokkrir framhaldsskólar bjóða einnig upp á
dreifnám en með dreifnámi er átt við nám
þar sem dregið er úr hefðbundinni kennslu í
kennslustofu og UST notuð til kennslu. náms,
samvinnu og samskipta. Hægt er að sjá fyrir
sér að með þeim tækifærum sem UST skapar í
skólakerfinu þá muni draga úr þeim mun sem
er á staðbundnu námi, dreifnámi og fjarnámi.
Margir þættir hafa áhrif á notkun UST í
skólum, s.s. námsmarkmið, eðli námsefnis
og þeirra verkefna sem unnin eru, samskipti
og tengingu við önnur fög, þekking og færni
kennara og nemenda og aðgangur að hug-
og vélbúnaði. Aukinn aðgangur að tölvum
og hraðari Netaðgangur (Intemet) hefur sett
þrýsting á skóla að auka notkun UST. Viðhorf
kennara hafa áhrif á UST notkun þeirra, þeir
verða að meta og velja miðað við aðstæður
í hverjum skóla og miðað við hversu mikla
vinnu þeir eru tilbúnir til að leggja fram til að
auka notkun UST.
UST og breytt námsform geta haft áhrif á
hlutverk kennarans en þrátt fyrir aukna notkun á
Netinu til að dreifa efni og til samskipta þá getur
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004