Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 16

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 16
FRA ALMENNA BÖKAFÉLAGINU Þau hlunnindi, sem AB veitir félagsmönnum sínum. Þegar Almenna bókafélagið hóf starfsemi sína fyrir rúmum sex ár- um var það strax ákveðið af for- ráðamönnum þess, að öllum hagn- aði, sem kynni að verða af bókaút- gáfu félagsins, skyldi varið í þágu félagsmanna þess. f samræmi við þetta hefur AB ætíð leitazt við að veita félagsmönn- um sínum sem hagkvæmust kjör við bókainnkaupin, jafnframt því sem kappkostað hefur verið að vanda útgáfubækur félagsins eftir föng- um. Fyrstu árin fengu félagsmenn AB ákveðinn fjölda bóka fyrir sérstakt árgjald, en þar sem nokkurrar óánægju gætti meðal félagsmanna að geta ekki sjálfir valið, hvaða bækur þeir keyptu, var þessu kerfi breytt og tekið upp það fyrirkomu- lag, sem enn er í gildi hjá félaginu. Samkvæmt því eru félagsmenn ekki skyldaðir til að kaupa neina ákveðna AB bók, en algerlega frjálst að velja sér aðeins þær AB-bækur, sem hugur þeirra frekast girnist. Skiptir ekki máli, hvort um er að ræða nýja AB-bók eða einhverja af eldri bókum félagsins, og félags- menn geta keypt eins mörg eintök af hverri bók og þá lystir. Félagið hefur nú gefið út yfir 60 bækur, og á hverju ári bætast 10 til 12 bækur við, svo að úr miklu er að velja. Þegar mánaðabókakerfinu var komið á, var félagsmannagjaldið al- gerlega fellt niður, svo að félagar AB þurfa ekkert gjald að greiða til félagsins, og er AB eina bókafélag- ið á landinu, sem ekki krefst neins árgjalds af félagsmönnum sínum og veitir þeim þar 'að auki fullt val- frelsi á bókum félagsins. Aftur á móti taka félagsmenn á sig þá skyldu gagnvart AB að kaupa minnst fjórar AB-bækur á ári. Vart verður það talin þungbær kvöð, því að flestir, sem á annað borð kaupa bækur, fá sér mun fleiri bæk- ur árlega annað hvort fyrir sjálfa sig eða til að gefa öðrum. AB-bæk- ur eru mjög ódýrar, eins og menn geta bezt séð, ef bókaskrá AB er athuguð og verð bóka þar borið saman við almennt bókaverð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.