Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 28

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 28
26 FÉLAGSBRÉF Sumir menn eru þau ofurmenni, að þeir megna að, vinna skyldustörf sín á sæmilegan hátt, skila fullkomnu meðaldagsverki hversdagsmanna, og vinna svo af afgangsorku sinni í skömmtuðum tómstundum þau „verk, er lengur hjá Iýðum vara en grafletur á grjóti.“ Það eru snillingarnir. Þeir eru margra manna makar að afköstum. Bjarni Thorarensen orti hin sígildu kvæði sín á naumum næðisstundum frá miklum embættisönnum. Sr. Matthías Jochumsson var í aldarfjórðung stundum ritstjóri, en þó lengst af starfandi sóknarprestur. Hann þjónaði stórum prestaköllum í 20 ár. Hann var fyrirvinna stórrar fjölskyldu fram að hálf-sjötugu. í tóm- stundum sínum, afgangsstundum frá brauðvinnu, vann hann hið mikla þrek- virki sitt í menntun sinni, ritstörfum, þýðingum og ódauðlegum skáldskap. Því verður ósvarað, hver maður hann hefði orðið, ef hann hefði fengið að gefa sig heill og óskiptur að köllun sinni á heztu starfsárum ævi sinnar líkt og Dostojevski, Tolstoj, Ibsen og Proust eða Kiljan. Sjálfur kemst hann þannig að orði um hlutskipti sitt: „Þess geldur hnekki mitt gáfnaskar, að gæfan ekki mér hliðholl var,“ og hann segir einnig: „Týndu bragarblómin bætir enginn mér, ekkert nema óminn eftirlæt ég hér,“ og hann þýðir þetta erindi eftir Tennyson: „En þá í rökin rýna fer og reiknar bezt mín sálin þreytt, af fimmtíu kornum finn ég eitt, sem frjóvgun nær og ávöxt ber.“ Stephan G. Stephanson var landnemi, frumbýlingur og einyrki. Hann braut þrisvar sinnum land í Norður-Ameríku. Hann hafði jafnframt bú og varð bjargálna bóndi. Hann kom upp 6 bömum, sem lifðu hann, og sa öldruðum foreldrum farborða. Á afgangs- og andvökustundum sínum varð hann mikilmenni af afrekum sínum, í menntun sinni, hugsun og skáldskap- Hann hlaut þau örlög, svo að notuð séu orð Sigurðar Nordals, „að vera með lífi og sál í skáldskapnum og þurfa samt að verja dögum sínum frá kl. 6 að morgni til kl. 9—10 að kveldi til þess að vinna vel og svikalaust að allt öðru.“ Það er tómt mál að tala um, hvort búskaparvinna hans hafi örvað, eflt og skerpt skáldskapargáfu hans eða dregið úr fullum þroska hennar, veikt og sljóvgað hana. Sjálfur kveður hann svo um lífsönnina, „sem styggði upp léttfleygu ljóðin mín öll, svo liðu þau sönglaust frá mér, og vænbraut þá hugsun, sem hóf sig á loft og himinninn ætlaði sér.“ Tómstundir eru síður en svo alltaf iðjuleysisstundir. En þær veita tæki- færi bæði til iðju og iðjuleysis. Iðjuleysi hefur að nokkru leyti verið draum- ur hins stritandi hluta mannkynsins, eins og fram kemur í Paradísardraum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.