Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.12.1961, Blaðsíða 49
FÉLAGSBRÉF 43 séu af skornum skammti, er hann þrátt fyrir það vopnfimur og óvæginn í ritdeilum. Hann hikar t.d. ekki við að kalla andstæðinga sína endur- skoðunarsinna og fjandmenn flokksins. I grein, sem birtist nýlega í tíma- ritinu Ogoniek sakar Kolshetoff höfunda kvikmyndarinnar Þegar trönurnar fljúga, sem átti ekki minni vinsældum að fagna í heimalandi sínu en í útlöndum, um „að leggjast marflata frammi fyrir borgaralegri list og Vesturveldunum.“ I sama skiptið ræðst hann á Novi Mir, en ritstjóri þessa tímarits hefur á síðastliðnum tveimur árum birt frásagnir eftir höfunda, sem fara ekki troðnar slóðir. „Þetta tímarit“, segir Kolshetoff „spýr níhíl- ista-eitri og gerist boðberi viðbjóðslegs uppskafningsháttar og smáborgara- legrar sálarfræði.“ Arkhipoff, sem fylgir lika liststefnu ríkisstjórnarinnar og skrifar í Lenin- grad-tímaritið Neva, hefur nýlega kastað hnútunum í Moskvutímaritið Bókmenntagazettuna. Hann sakar ritstjórana um landráð gegn sóvézkum bókmenntum og spyr: „Hver hefur fyrirskipað Bókmenntagazettunni að hefja umræður um þau undirstöðuatriði, sem hókmenntagagnrýni okkar grundvallast á? Við vitum það ekki, en það er áreiðanlega ekki runnið undan rifjum sovézkra manna.“ Og Arkhipoff les Ehrenburg, sem átti frumkvæðið að umræðunum, pistilinn. Að hans dómi er Ehrenburg hættu- legur undirróðursmaður og skemmdarvargur. Ilya Ehrenburg er einmitt sá maður, sem áhangendur sósíalrealismans beina beittustu skeytum sínum að. Eftir að hann skrifaði Leysingu varð hann málsvari þeirra rithöfunda og listamanna, sem eru utan safnaðar (þ. e. antikonformistar). Rit hans um Tshékoff, sem gefið var út 1959 á aldarafmæli þessa mikilhæfa skálds, vakti almenna athygli, ekki sízt vegna þess, að það hoðaði nýja slefnu. Ehrenburg krafðist ekki aðeins meira frjálsræðis rithöfundum og skáldum lil handa, heldur vildi hann líka, að í menningarmálum yrðu tekin upp nánari samskipti við Vesturveldin. Það er annars Tshékoff, sem í augum yngri kynslóðarinnar stingur mest í stúf við skrúðmælgi og íburð ríkisskáldanna, sem eru búnir að vera andlega ófrjóir í liangan tíma. Listræn hófstilling og íburðarlaus lýrik einkennir stíl Tshékoffs. Enda þótt hann hafi áhuga á mannlífinu, eru verk hans hlessunarlega boðskapslaus. Og það er i nafni Tshékoffs sem listdómarinn, Drajinín setur fram „kenningu um sjálfstæða og frjálsa listsköpun“ og sker upp herör gegn þeim mönnum, sem telja, að bókmenntir eigi fyrst og fremst að hafa uppbyggileg og mannbætandi áhrif á okkur. Þessi ofan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.