Félagsbréf - 01.03.1962, Side 30

Félagsbréf - 01.03.1962, Side 30
Við tökum saman höndum tveim og tveim til trausts og liðs við ungan, fagran heim, þar eiga vonir æskunnar að rætast. j3tl<Lng(i<iLkai Á hörpustreng ég leik mitt ljóð urn ljúfa, kyrra mánanótt, og mæli í hljóði unaðsóð, sem ást mín hefur þangað sótt. Ó, líð ei, nótt, svo allt of ótt — dvel enn um stund, ó, ljúfa nótt. Ég unni þér, ég ann, ég ann, og ekkert. getur jafnazt við þann eld, sem mér í muna brann og meinar þránni stundarfrið. Um ungan svein, mitt sælumið, ég syng við þýðan strengjaklið. Frá dægurönn um dimma nótt mig draumar leiða gullinn stig. En þótt ég verði þaðan sótt og þungar kvaðir heimti mig, mín ást, mín ást skal söm við sig — mín sorg mun halda tryggð við mig.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.