Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 46

Félagsbréf - 01.03.1962, Síða 46
38 FÉLAGSBRÉT brú frá lífi til lífs, til lífs sem ei mannvitið skilur, lífs, sem þú áttir frá eilífð, en ennþá dauðinn oss hylur. Sannlega sú kemur stund, að vér sjáum, skynjum og reynum endalaus ógrynni dýrðar, sem opnast ei dauðlegum neinum. En dauðlegir eru þeir einir, sem ei vilja drottin sjá, sem skortir vit til að vilja, og viljann: sigur að fá. VI Og hér get ég látið staðar numið. Hannes Hafstein varð ekki langlífur á tímanlegan inælikvarða. Æska hans leið hratt og örlög skömmtuðu honum nauman starfsaldur. Allt að einu varð hann í tvennum skilningi það, sem ókunn völva spáði honum tvítugum sveini úti í Kaupmannahöfn. Hann varð æðsti maður sinnar þjóð- ar, eitt höfuðskáld hennar og höfuðforingi. Með lífstarfi sínu og persónuleika stækkaði hann þjóð sína. Vér værum öll skemmra á veg komin, ef hans hefði ekki notið við. Megi minning Hannesar Hafsteins blessast þjóð vorri á ókomnum tíma.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.