Félagsbréf - 01.03.1962, Page 55

Félagsbréf - 01.03.1962, Page 55
FÉLAGSBRÉF 47 „Já, ég fer til Kaupmannahafnar“, sagði Kristín. „Ég skil ekkert í þér, að þú skulir vilja vera að fara þetta út í óvissuna“, sagði húsmóðirin. „Þér líður þó fullvel hér, og þú veizt hverju þú sleppir, en ekki hvað þú hreppir.“ „Uss jú, þar eru allir svo nettir og þægilegir. Þar geta allir haft það svo gott. Vitið þið bara hvað? Þar eru böll á hverjum degi, sem allir geta komizt inn á, stúlkurnar fyrir ekki neitt, því herrarnir eru allir svo kavaljermessugir. Ó, og þar er svo margt fallegt að sjá og heyra. Hér er allt svo leiðinlegt. Já, það segi ég satt, það er eins gott að vera „pía“ þar eins og frú hér, að öllu leyti.“ „Hvað mun þá að verða frú þar“, sagði vinnukonan sem hnippt hafði. Kristín ræskti sig blíðlega, og setti upp alvörusvip. „En mér finnst nú eiga hetur við“, sagði húsmóðirin, „að ungu stúlkurnar séu ekki að fara úr landinu til að gifta sig, ekki sízt, ef þeim kynnu að bjóðast fullhressilegir brúðgumar án þess.“ „Já það er ljóta níðið, hvernig þær eru farnar að láta flytja sig út með haustskipunum, eins og salt kjöt“, sagði búðarmaðurinn. „Eins og hross og kindur“, bætti Bárðdælingurinn við. „Mér er víst sama, hvað þið segið“, sagði Kristín. „Eg fer af því mig langar til þess og af því ég veit, hvernig er að vera þar.“ „Hefurðu skoðað vel ofan á kaffibollann þinn seinustu dagana, hefurðu ekki séð neitt synda þar og staðnæmast í miðjum bollanum?“ sagði Sæunn gamla og drap tittlinga framan í Kristínu. „Ég gef ekki um neina íslenzka korgbiðla“, sagði Kristín. „En þessar haustferðir, heillin mín góða, mundu eftir, að nú er allra veðra von úr þessu; ef þú værir mín dóttir, Kristín, þá mundi ég að minnsta kosti láta þig bíða vorsins. En það leggst nú einhvern veginn í mig að það muni ekki koma til. Ég er ekki svo slök spákona, og ég spái því, að það muni eitthvað koma fyrir þig svoleiðis, sannaðu til, góða.“ „Nei, ég fer nú með Gránu held ég; ég er búin að tala við Peterscn kaptein, það er víst ómögulegt að breyta því.“ Það varð dálítil þögn. Magnús hafði hlustað á með mestu athygli og var smám saman orðinn skolli öruggur, af því að heyra, hvernig frænka hans talaði. Hann rétti dálítið úr sér, gaut hornauga upp til hattsins,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.