Félagsbréf - 01.03.1962, Page 63

Félagsbréf - 01.03.1962, Page 63
Nokkur sýnishorn úr þjóösögum og sögnum Torftiildar Hólm Þú skalt ílengja einhverja aðra en mig. Söpn Klfnar Guðmundsdöttur. Einu sinni voru hjónaefni komin á kirkjustað þess erindis að láta pússa sig. Veiadufólkið var allt komið, og ekki var annað eftir en að skauta og punta brúðina, sem annaðhvort hefur átt heima á prestsetrinu eða mót venju í þá daga ekki riðið með skautið, heldur haft það með sér. Nú er tekið til að búa hana, og urðu eftir venju helztu konurnar til þess. En brúðguminn, sem var gleðidrukkinn, fór höndum um hverja spjör, jafnóðum og hún klædd- ist. Loks tók hann stórt og þungt silfurstokkabelti með löngum sprota, er brúðurin átti að hafa. Slær hann því ótt og títt um lófa sína og segir: „Það er gott að flengja konuna sína með þessu belti.“ Hann hafði varla .sleppt orðinu, fyrr en brúðurin stóð upp, reif af sér skautið og sagði: „Þú skalt flengja einhverja aðra með því en mig.“ Eftir það gekk presturinn, brúðguminn og allt veizlufólkið í að telja um fyrir henni að giftast, en það tjáði ekki. Hún kvað allt skyldi upphafið milli þeirra, og við það varð að sitja. Boðsfólkið reið sneypt heim aftur, og brúðguminn var óhuggandi lengi síðan. Mörgum árum síðar giftust þau sitt í hvoru lagi. Fór það orð af, að hann bæri konu sína á höndum sér, en hún væri hið mesta flagð við mann sinn. Þótti það fara nokkuð öðruvísi en fólk ætlaði. AugaS mitt í þúfunni. Sögn Elínar Guðmundsdóttur. Einu sinni var stúlka á bæ, sem sat yfir fé. Fólkið fór að gruna, að hún væri ekki einsömul, en hún þrætti jafnan fyrir það. Einhverju sinni tók hún léttasótt í haganum og ól barn. Hún vildi ekki gjöra vart við það heima, heldur holaði þúfu með vasahníf sínum, refti yfir með lurkum og þakti síðan þúfuna með mosa. Barnið vafði hún í öllu því, er hún hafði aflögu, og bjó síðan um það í mosabing í þúfunni. Hún mjólkaði eina á til hvers máls, er hún gaf því að drekka. Á nóttunni var hún heima og vissi enginn neitt. 'Svona leið sumarið. Þegar hausta tók, lét bóndi hætta að sitja yfir fénu.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.