Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 48

Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 48
44 FÉLAGSBRÉF leiði þetta. Sumt af bókarfólkinu hefur mér þótt vænt um og þykir vænt um enn i dag; það er nú svo. Á sumu hef ég haft hreina andstyggS. En að mér hafi verið mein- illa við andstyggðarfólkið: það held ég ekki. Ég hef fundið til eirðarleysis í návist þess — en í einrúmi hef ég haft gaman af því öðrum þræði, og mér hefur alltaf fundizt það forvitnilegt. Hér er samt bezt að nefna engin nöfn. Hafi Brauðið og ástin einhvern boðskap að flytja, þá er hann svohljóðandi: að menn skyldu forðast hverskyns öfgar og hleypidóma. Litrófið á fleiri liti heldur en þann skjannahvíta og þann biksvarta. Ennfremur finnst mér sorglegt að horfa upp á hve auðvelt er að teyma fólkið á asnaeyrunum. í miðju þorskastriði heyrði ég mann hrópa, að þeir á varðskipunum ættu að skjóta á Bretann og láta Bretann skjóta á sig og sökkva sér. Ilann var orðinn svona æstur. Ef við heföum verið hundrað og sjötíu milljónir íslendinga, en ekki hundrað og sjötíu þúsundir, þá hefði þessi maður heimtað, að við færum í stríð við Bretann og murkuðum lífið úr konum og körlum og krökkum á Englandi til þess að verja hin heilögu forréttindi þorskveiðimanna. Þetta finnst mér hryggilegt: að menn geti orðið svona æstir og svona miskunnarlausir; og að menn skuli gleyma blæbrigðum litrófsins. Eftir að hafa heyrt til fyrrgreinds manns, finnst mér ekki lengur skrýtið, þó að hér sé háð látlaus borgarastyrjöld með hnútum og skítkasti. í Brauðinu og ástinni er sú ábending til manna, að þeir skuli læra að lesa blöðin, að þeir þurfi að temja sér að lesa líka á milli línanna. Eflaust finnst einhverjum það koma úr hörðustu átt, að blaðamaður skuli láta svonalagað út úr sér. Er hann ekki að svíkjast aftan að félögum sínum? En það sem fyrir mér vakir er ekki ljótt; mér finnst bara að menn þurfi að skilja að blöðin eru atómsprengjurnar í borgarastyrjöld íslendinga. Ég er að reyna að mæla með umburöarlyndi í bókinni — og Guð gefi mér hafi tekizt að forðast grátkonuvælið og utanípissið. Mér finnst hlálegt að sjá fullorðna menn remhast við að gera það að hugsjón sinni, að þeir einir séu frelsaðir sem þurfa að moka skít ellegar á hinn bóginn að það sé stórkostleg dyggð að þurfa aldrei að óhreinka á sér hendurnar. Þessi bók er á móti snobbisma: snobbisma sem kófar á- fjóðri hendi upp á við, snobbisma sem þreifar slóttugri hendi niður á við. Ef ég hefði skrifaÖ formála fyrir Brauðinu og ástinni (og reyndar hvarflaði það að mér), þá hefði ég gætt þess að minna menn á, að sagan gerist fyrir stríð. Blöðin eru atómsprengjur íslendinga, en geislavirka úrfellið minnkar ár frá ári, og atóm- sprengjurnar eru þar af leiðandi ekki eins baneitraðar núna og þær voru fyrir stríð. Fyrir stríð virðist mér sem hlöðin hafi tekið því fegins hendi, ef einhver vildi ljúga því upp á andstæðing, að hann hefði myrt ömmu sína í nótt. Nú taka blöðin (flest ætti ég kannski að segja) svona kónum fálega. Loks langar mig að geta þess að í Brauðið og ástina vantar 23,849 kommur — samkvæmt kommureglum skólanna. Ég hef öðlazt þá trú, að maður eigi að nota greinar- merki, þar sem still og/eða hugsun kallar eftir greinarmerkjum, en forðast að reyra stil sinn, það sem hann er, og hugsun sína, það sem liún nær, í fjötra þýzk-danskrar merkjasetningar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.