Félagsbréf - 01.07.1962, Page 60

Félagsbréf - 01.07.1962, Page 60
56 FÉLAGSBRÉF um seinna var hann orðinn víðlesnast- ur allra skáldsagnahöfunda, sem þá voru uppi. VikublöS, sem fluttu sög- ur hans, voru rifin út í tugþúsundum eintaka og liver bók hans af annarrí kom út í risavaxnari upplögum en þá voru dæmi til. Lesendur hans voru úr öllum stéttum þjóSfélagsins, allt frá konungbornu fólki til betlaranna á götunni, og persónurnar í sögum hans voru mönnum jafn raunverulegar og nágrannarnir í næsta húsi. Lengi fram eftir var svo aS sjá sem fáir þyrSu aS vega aS þeirri miklu aS- dáun, sem Dickens féll í skaut, og fór því samt fjarri, aS allir væru jafn ánægSir meS hann. ISjuhöldar lögðu fæS á hann fyrir aS ráSast á borgara- legar atvinnustofnanir, sem þeir töldu hinn efnalega grundvöll þjóSfélagsins, og vinstri | sinnaSir flokksforingjar reiddust honum engu minna fyrir fylgisleysi viS kerfisbundnar stjórn- málakenningar. Loks komu til sögunn- ar nýir höfundar, sem féllu betur í geS hinni hörundsáru borgarastétt Viktoríu- tímabilsins, þó að sumir ágætustu bók- menntamenn Bretlands, svo sem Matt- hew Arnold, Gissing og Chesterton, hefð’u á lionum bctri skilning og þreytt- ust ekki á að vegsama bækur hans. Á fyrstu áratugum þessarar aldar leit helzt út fyrir, aS Dickens yrði þokað burt af sjónarsviðinu, en á síðustu tuttugu árum hefur hann aftur hafizt til vegs og virðingar, jafnvel umfram það sem nokkru sinni var fyrr, og Cliarles Dickens. menn eru stöðugt að koma auga á nýjar hliðar og nýja eiginleika í hin- um margræða skáldskap hans. „ÞaS fer ekki lengur framhjá mönnum, aS hin hmtmiðaða og íjölbrugðna at- burðarás í skáldsögum hans er stór- kostleg sinfónisk hljómkviða, þar sem stef og tilbrigði skila verkinu mark- víst áfram, unz það’ nær hámarki í úr- slilalausn lokatónanna,“ segir ameríski bókmenntafræðingurinn Edgar Johnson í nýlegri grein og enski rithöfundur- inn Edmund Wilson kveður ekki síður fast að orði: „Þeir sem töluðu fjálg- legast um Dostójevskí létu sér gleym- ast, að Dickens var hinn mikli læri- faðir hans og meistari,“ hefur hann 1

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.