Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 60

Félagsbréf - 01.07.1962, Blaðsíða 60
56 FÉLAGSBRÉF um seinna var hann orðinn víðlesnast- ur allra skáldsagnahöfunda, sem þá voru uppi. VikublöS, sem fluttu sög- ur hans, voru rifin út í tugþúsundum eintaka og liver bók hans af annarrí kom út í risavaxnari upplögum en þá voru dæmi til. Lesendur hans voru úr öllum stéttum þjóSfélagsins, allt frá konungbornu fólki til betlaranna á götunni, og persónurnar í sögum hans voru mönnum jafn raunverulegar og nágrannarnir í næsta húsi. Lengi fram eftir var svo aS sjá sem fáir þyrSu aS vega aS þeirri miklu aS- dáun, sem Dickens féll í skaut, og fór því samt fjarri, aS allir væru jafn ánægSir meS hann. ISjuhöldar lögðu fæS á hann fyrir aS ráSast á borgara- legar atvinnustofnanir, sem þeir töldu hinn efnalega grundvöll þjóSfélagsins, og vinstri | sinnaSir flokksforingjar reiddust honum engu minna fyrir fylgisleysi viS kerfisbundnar stjórn- málakenningar. Loks komu til sögunn- ar nýir höfundar, sem féllu betur í geS hinni hörundsáru borgarastétt Viktoríu- tímabilsins, þó að sumir ágætustu bók- menntamenn Bretlands, svo sem Matt- hew Arnold, Gissing og Chesterton, hefð’u á lionum bctri skilning og þreytt- ust ekki á að vegsama bækur hans. Á fyrstu áratugum þessarar aldar leit helzt út fyrir, aS Dickens yrði þokað burt af sjónarsviðinu, en á síðustu tuttugu árum hefur hann aftur hafizt til vegs og virðingar, jafnvel umfram það sem nokkru sinni var fyrr, og Cliarles Dickens. menn eru stöðugt að koma auga á nýjar hliðar og nýja eiginleika í hin- um margræða skáldskap hans. „ÞaS fer ekki lengur framhjá mönnum, aS hin hmtmiðaða og íjölbrugðna at- burðarás í skáldsögum hans er stór- kostleg sinfónisk hljómkviða, þar sem stef og tilbrigði skila verkinu mark- víst áfram, unz það’ nær hámarki í úr- slilalausn lokatónanna,“ segir ameríski bókmenntafræðingurinn Edgar Johnson í nýlegri grein og enski rithöfundur- inn Edmund Wilson kveður ekki síður fast að orði: „Þeir sem töluðu fjálg- legast um Dostójevskí létu sér gleym- ast, að Dickens var hinn mikli læri- faðir hans og meistari,“ hefur hann 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.