RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 19

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Side 19
SMÁMUNIR RM Það er von, að þú spyrjir. Þetta er hreinasti villingur. — Taktu þá við lyklinum. En týndu honum samt ekki. Drengurinn hrifsar lykilinn. Hann baðar út öllum öngum, og upp af inn- föllnu brjóstinu stígur kröftugt sigur- óp. Guð minn góður, andvarpar hún. Bara við fengjum nú að vera í friði dálitla stund. Hann er erfiður, þessi drengur. Um leið og hún segir þetta mætir hún þreytulegu, lífvana augnaráði sjúku konunnar. Hún blygðast sín fyrir orð sín, kinkar kolli, brosir. Og sjúka konan endurgeldur henni með vélrænu brosi, sem tendrast og slokknar af sjálfu sér, án yls. Hún hleypur upp stigann. A efsta þrepinu snýr hún sér við og breiðir út faðminn. Og nú verður þögn. Sólin sendir heita geisla sína gegnurn sandgul gluggatjöldin. Máfarnir dorma í há- degishitanum. Bárurnar leika stynj- andi við fjörusteinana. Sog þeirra og gjálfur er orðið að jöfnum niði. Og hér inni er hér um bil dauða- kyrrð. Það er hvíslað — hvíslað feg- insrómi, hvíslað tregandi röddu. Tvö löng ár eru liðin. Fimrn langir klukkutímar eru liðnir. Hverju er verið að hvísla? Einhverju um fram- tíðina? Ef til vill. Einhverja smámuni? — Áreiðan- lega . .. Óp! Það hefur verið svo dásamlega hljótt — það gat ekki varað lengi. Nú vakna máfarnir af hádegisblundinum. Og drengurinn byrjar að jóðla . . . Sólin skín ekki lengur inn um gluggann. Hún rís til hálfs upp af stólnum og tekur í gluggatjaldasnúruna. Hann situr á gólfinu og lætur höfuðið hvíla við stólarminn. Hann hlær svo dátt, að hún sér hvítar tennur hans. Og hún lýtur niður að honum. Þá heyrist nýtt óp. Getur þetta ver- ið drengurinn? Og allt í einu taka allir á sprett. Gólffjalirnar í gömlu húsinu nötra og marra, sandurinn urgar undir fót- um hlaupandi fólks. Hjálp, hjálp! Hann er sprottinn á fætur á svip- stundu og hallar sér út um gluggann. Hann sér ekki strax, hvað á seyði er — hann segir: Þarna er bátur á reki —- tómur . . . Minn —minn bátur? Drengurinn? Drengurinn? Hann vindur sér við og starir á hana. Og allt í einu þýtur hann á dyr. Hún heyrir, að liann hrasar í stigan- um. Og að andartaki liðnu heyrir hún hann hrópa niðri á stígnum. Er hér nokkur bátur? Laus? Nei — hér er enginn bátur. En í nágrenninu — úti við hitt gistihúsið. En það eru fimm, sex mínútur, þótt maður hlaupi. Hún réttir úr sér, en hún þorir ekki að ganga út að glugganum. Hún furð- ar sig á því, hve nú er allt orðið hljótt aftur. Hún heyrir einhvern hlaupa eftir bryggjunum í áttinæað gistihús- 17 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.