RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Síða 91

RM: Ritlist og myndlist - 01.06.1947, Síða 91
helgisaga RM aftur. Og þarna kom dýrlegur kon- ungur svífandi á skínandi skýi í átt- ina til jarÖar. A skýjajöðrunum sátu sex engilbörn og léku á hljóðfæri. AHt fólkið í garðinum sá hvernig konungurinn tók á móti Músu heit- inni, og sveif með hana beint til himna. Það sá líka hvernig hún stökk inn í himnaríki, dansaði inn í glitr- andi, hljómandi þyrpinguna og hvarf. Þann sama dag var hátíð á himn- um. Jafnvel þó heilagur Gregoríus frá Nyssa beri brigður á það, sannar nafni hans frá Nazianz það fyllilega, að þar sé siður við slík tækifærí, að hjóða heim menntagyðjunum niu, sem vitanlega eru heimilisfastar í helvíti, með það fyrir augum að þær aðstoði við hátíðahöldin. Þær fá þar góðan viðurgerning, en verða að af- loknu starfi að snúa heim í hinn staðinn. Hátíðabrigðum, söngvum og döns- um var lokið í þetta sinn og her- skarar himnanna settust undir borð. Músa var leidd til sætis hjá mennta- Syðjunum. Þær sátu þétt og lituðust hikandi um með leiftrandi svörtum eða dimmbláum augum. Hún Marta Ur Guðspjallinu, þessi sem alltaf er í önnum, þjónaði þeim sjálf til borðs. Hún var með sparisvuntuna og dá- litla rönd af pottahrími á hökunni. Hún snerist í kringum menntagyðj- urnar, og bað þær nú blessaðar að gera sér að góðu það, sem fram var reitt. En þær jöfnuðu sig ekki fyrr en Músa, heilög Sesselja og fleiri listhneigðar konur komu að borðinu til þeirra, heilsuðu þeim alúðlega og tóku þær tali, þá myndaðist þarna smámsaman glaðvært kvennasam- kvæmi. Músa sat hjá Terpsichore en Sess- elja milli þeirra Polyphimniu og Euterpu og allar héldust þær í hend- ur. Englasnáðarnir, sem leikið höfðu á hljóðfærin, komu og reyndu að koma sér í mjúkinn hjá fallegu stúlk- unum, þeim fannst nefnilega ódáins- eplin, sem ljómuðu þarna á borðinu hjá þeim svo girnileg. Davíð kon- ungur kom einnig þangað og bar í hendi sér gullinn bikar, sem þær fengu allar að dreypa í og þá hrísl- aðist ylur og nýr fögnuður um þær allar. Konungurinn gekk með vel- þóknun umhverfis borðið og kitlaði Erato, sem var sérlega fríð, undir hökunni um leið og hann gekk hjá. Þegar gleðskapurinn stóð sem hæst kom sjálf heilög guðsmóðir þangað, í allri sinni dýrð og mildi, og settist stundarkorn niður hjá þeim. Þar sat Uranía tíguleg og fögur með stjörnu- sveiginn um enni. Guðsmóðir kyssti hana ástúðlega og hvíslaði, að ekki skyldi hún unna sér hvíldar fyrr en hún hefði fengið því áorkað, að menntagyðjurnar yrðu alltaf í himna- ríki. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Menntagyðjurnar vildu gjarnan láta í ljós þakklæti sitt fyrir auðsýndar velgjörðir og vináttu. í afkima undir- heima héldu þær ráðstefnu og sam- 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.