RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Side 38

RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Side 38
RM PAR LAGERKVIST fórum við ekki. Pabbi gætti bara að, hvort merkisstöilgin stæði rétt, hann bafði liugsun á öllu. Við staðnæmdust bjá ánni. Straumur- inn niðaði, breiður og vinalegur, í glampandi sólskininu, með fram bökkunum slúttu blaðrík lauftrén og spegluðu sig í lygnu vatninu, allt var bjart og ferskt hér, frá tjörnunum efra kom mildur svali. Við klifruðum niður bakkann og gengum spölkorn upp með ánni. Pabbi benti á veiðistaðina. Hér hafði hann setið á steinunum í bernsku og dorgað fyrir aborrana myrkranna milli, oft varð hann ekki var, en það var dásamleg ævi. Nú liafði liann ekki tíma til þess. Svo reikuðum við um og lékum okkur góða stund niðri við ána, fleyttum barkarflísum, sem straumurinn hreif með sér, og köstuðum 8teinvölum út í vatnið til þess að vita, livor drægi lengra, við vorum báðir kátir og fjörugir að eðlisfari, pabbi og ég. Svo þreyttumst við loksins og fannst nóg komið, og við snerum aftur beimleiðis. Þá tók að skyggja. Skógurinn var breyttur, þar var enn ekki orð- ið dimmt, en lá þó við. Við hröð- uðum okkur. Nú varð mamma víst kvíðin og beið með matinn. Hún var ævinlega hrædd um, að eitt- hvað kæmi ’ fyrir. Það liafði nú ekki orðið. Þetta hafði verið af- bragðs dagur, það hafði ekkert komið fyrir annað en það, sem til var ætlazt. Við vorum ánægðir með allt. Það dimmdi æ meir. Trén voru svo skringileg. Þau stóðu og lilustuðu eftir bverju fótataki okk- ar, eins og þau vissu ekki, hverjir við vorum. Undir einu var ljós- ormur. Hann lá og starði á okkur þarna niðri í myrkrinu. Ég kreisti hönd pabba, en hann sá ekki þessa undarlegu glætu, bara liélt áfram. Það var niðamyrkur. Nú koinum við að brúnni yfir lækinn. Það drundi þarna niðri í djúpinu, ógeðslega, eins og það vildi gleypa okkur, hyldýpið gein undir okk- ur. Við fetuðum okkur varlega út á brautarbitana, héldumst þétt- ingsfast í hendur, svo að við steypt- umst ekki niður. Ég liélt, að pabbi mundi bera mig yfir, en hann sagði ekkert, liann vildi víst, að ég væri eins og hann og léti mér fátt um finnast. Við liéldum áfram. Pabbi gekk svo rólegur þarna í myrkrinu, jöfnum skrefum, án þess að mæla orð, liann liugsaði fyrir sig. Ég botnaði ekkert í, hvernig hann gat verið svona ró- legur, þegar svo skuggsýnt var. Ég leit óttasleginn í kringúm mig. Yfir öllu var ekkert nema myrkur. Ég þorði naumast að anda djúpt, því að þá gleypli maður svo mikið af myrkri, og það var hættulegt, liélt ég, þá hlaut maður brátt að deyja. Ég man vel, að ég trúði því á þeim árum. Brúnum brautar- undirstöðunnar hallaði bratt nið- ur, eins og í biksvart hyldýpi- 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

RM: Ritlist og myndlist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.