Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 13

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 13
Skemmuvegur, 14.1. 1994 Sjö stiga frost og eggskörp mánasigð yfir Breiðholtinu. Kom við á bókaloftinu hjá Þórhalli í Mjódd og keypti tvö lítil kver eftir síra Jón Norðmann. í bakaleiðinni rakst ég alveg óvænt inn í dularfulla fom- bókaverslun sem nýbúið er að opna hér við Skemmu- veginn; jólapappír límdur fyrir gluggana og dekkjalaus bflhræ fyrir utan. Ég stóðst ekki mátið og keypti Við- fjarðarundrin eftir Þórberg, eintakið merkt Ernu Þor- kelsdóttur, Freyjugötu 46. Um miðja síðari heimsstyrj- öld sat Þórbergur nokkrum húsum neðar við Freyjugöt- una og færði bókina í letur. Nú er komið kvöld, það marrar í snjónum þegar gengið er hjá glugganum, tunglið búið að krækja sér í stjörnu. 11

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.