Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Side 133

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Side 133
og félaga hans um að þeir vilji að list þeirra þjóni „öreigunum" eða alþýðunni. Má vera að þeir tali svo til að vekja ekki háskalega tor- tryggni og fá á sig ásakanir um að þeir berjist fyrir „innihaldslausri formdýrkun". En því má heldur ekki að gleyma, að flestir rússneskir skálda- og listaskólar hafa fyrr og síðar játast undir það að þeir hljóti að „þjóna“ fólkinu og leggja sitt af mörkum til að breyta mannlífi, bæta heiminn. Hitt er svo ljóst, bæði af stefnuskránni og verkum Kharms og félaga hans, að þeir skilja sitt „þjónustuhlut- verk“ einkum með þeim sígilda og tiltölulega ópólítíska hætti, að skáld og listamenn skuli finna aðferðir til að sjá allt í nýju Ijósi og leggja þar með sitt fram til þess að frelsa skynjun og hugsun manna úr viðjum vana og klisju. Þeir tala ekki um nýjan heimsskilning heldur nýja skynjun, nýtt næmi á heiminn (mirooshúshenije). Þeir vilja gefa hverju orði, hverjum hlut vægi með því að skafa af þeim gamla bókmenntagyllingu og kippa þeim út úr hvunndagslegu samhengi, stefna þeim síðan saman til árekstra með rökum sem listin býr til að eigin geðþótta og spyr veruleikann ekki leyfis. OBERIU-menn vildu líka stefna saman skáldskap, myndlistum, kvikmynd og leikhúsi. Þeir eiga sér drauma um einskonar alls- herjarlistaverk þar sem allt hefur breyst í „leikræna þætti": „leik- tjöld, hreyfingar leikarans, flaska sem kastað er, faldur á búningi — allt eru þetta leikarar rétt eins og þeir sem hrista höfuð og fara með allskonar orð og frasa."3 I slíku allsherjarleikhúsi getur allt gerst: sá sem leikur ráðherra fer á fjóra fætur og gólar, sá sem leikur rúss- neskan bónda heldur ræðu á latínu. Utkoman minnir að öllum lík- indum ekki á neitt meira en það leikhús fáránleikans sem Eunesco og Beckett komu á allra varir um 1950 — og frægasti atburður sem OBERIU-menn stóðu að var leikkvöld árið 1928 þar sem flutt voru þrjú verk í anda stefnunnar og þeirra frægast „Elizaveta Bam“ eftir Kharms. En þessir tilburðir fóru fram hjá Vesturlandamönnum — í 131
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.