Ljóðormur - 01.05.1986, Blaðsíða 50

Ljóðormur - 01.05.1986, Blaðsíða 50
UMSAGNIR Leiðsöguminni: Myrkrið Jóhann Hjálmarsson: Ákvörðunarstaður myrkrið. Almenna bókafélagið. Ljóðaklúbbur. Rvík 1985. 65 tölusettar síður. Á þessu herrans ári eru liðin þrjátíu ár frá því Jóhann Hjálmarsson sendi frá sér fyrstu bók sína, Aungull í tímann. Á þessum þrem ára- tugum eru Ijóðabækur hans orðnar tólf talsins og víst ekki mörg skáld þeirrar kynslóðar sem gerst hafa öllu afkastameiri. Ég hygg mönnum eigi eftirað þykja Ijóðabækur Jóhanns býsna mis- vægar, en ég er illa svikinn ef hin nýjasta, Ákvörðunarstaður myrkrið, verður ekki talin meðal hinna bestu. „Maðurinn er alltaf einn“, sagði Thor og fyrr og síðar hafa margir módernistar orðið til að taka undir sönginn um einsemdina og til- gangsleysið. f Ákvörðunarstað myrkrinu verður það stef mjög áber- andi. Manneskjurnar eru sýndar í einsemd og umkomuleysi og þær eru naktar og hálparvana: Og við erum bæði ein. Einmanaleikinn hefur valið okkur meðal þúsunda og búið um sig því að hann vill ekki fara. segir í Ijóðinu „Þegar þú ert farin“ - en kallast samt á við andstæðu sína, „Tilbrigði við myrkrið" þar sem segir: En meðan ég veit að þú ert hjá mér óttast ég síður; sameiginlega völdum við óttanum betur. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.