Ljóðormur - 01.06.1989, Page 19

Ljóðormur - 01.06.1989, Page 19
Einar Ólafsson 17 Einar Ólafsson Ljóð um mann og kýr I nóttinni dimmri nóttinni þyrpast þær að þér kýrnar votar granir þenra næstum óraunverulegar og svo hrjúfar tungur þeirra þú heyrir sjávarnið og finnur lykt af þangi reynir að slá þær á granimar en þá eru þær horfnar þú heyrir fjaiiægan nið jökuláiinnar og myrkrið er rofið af ljósum rauður bfll ekur heiðina og hverfur en óljós ilmur af brunnu bensíni situr eftir í nóttinni dimmri nóttinni Ljóð um menn með særð brjóst Þeir ganga berum fótum út í mýrina, finna harðan gróðurinn undir iljum og mjúka eðjuna þrýstast milli tánna rauða af járni, lækurinn liðast djúpt milli gróinna bakka, þeir ganga gilið þar til ný útsýn opnast, nálgast bæinn, ganga undir háspennulínunni og inn í verksmiðjuna, mýrarauðinn hefur þomað á fótum þeirra, skyrtan flakir frá særðu brjóstinu, færibandið gengur látlaust undir háttbundnu staifi handanna.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.