Ljóðormur - 01.06.1989, Page 28
26 Sveinn Einarsson
bamauppeldi, bleium og grenji,
ekkert matarstand;
allir nærðust þeir
á andlegri fæðu,
stunduðu hi'eystiverk
og athafnaleg umsvif,
börðust dag hvern
og drukku á kvöldin,
féllu að vísu móðir,
en risu heilir aftur
með nýrri dögun.
Svo féllu þeir í gleymsku
og hugur minn
hneigðist að öðrum
bardögum.
Ég fann þá aftur um daginn;
þeir vom níu talsins
eða eftir,
hver með sínu móti
langleitir
breiðleitir
þybbnir eða mjóslegnir
ólíkir — og þó líkir í því
að þeir vom allir sviplausir.
Og ég handlék þá
vailega eins og foröum
og fór að velta því fyrir mér,
á meðan ég var að þvo upp,
hvort ég saknaði
þessa gamla fullkomna
hetjulífs þeiira
hvort á þennan gamla leik
slægi enn
gullnum ljóma.