Ljóðormur - 01.06.1989, Side 29

Ljóðormur - 01.06.1989, Side 29
Sveinn Einarsson 27 Steinn og lauf Það er svo miklu auðveldara síðan ég hætti að vera steinn. Ég veit vel, að steinar eru misþungir jújú, misvel fastir í jörðu og á. Og víst var mér kastað nokkrum sinnum — eða var öðrum steinum kastað að mér? En það er léttara að vera lauf og veit þó að ég feykist burt með vindunum einn eða með hinu laufinu. Veit og að ég er alltaf að fölna og deyja gulur og grár — einstaka sinnum rauður. En viti menn: ég lifna aftur Við lifnum öll aftur og erum græn — einu sinni enn. Mikið lifandis skelfingar ósköp er það léttara. Nú bærist ég svolítið, til dæmis.

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.