Ljóðormur - 01.06.1989, Page 39

Ljóðormur - 01.06.1989, Page 39
Federico García Lorca 37 Federico García Lorca Saknaðarljóð um Ignacio Sánchez Mejías (1935) 1. Horni stunginn ogfelldur Klukkan fimm er leið að kvöldi. Það var á slaginu fimm er leið að kvöldi. Drengur hélt á hvítu laki klukkan fimm er leið að kvöldi. Skjóla af kalki beið þar búin klukkan fimm er leið að kvöldi. Allt var annars dauði, dauði klukkan fimm er leið að kvöldi. Bómull fíngerð barst með vindi klukkan fimm er leið að kvöldi. Og ryðið muldi málm og kristal klukkan fmm er leið að kvöldi. Þá berjast pardusdýr og dúfa klukkan fímm er leið að kvöldi. Og mannsins lend og heiðið homið klukkan fimm er leið að kvöldi. Buldu sónai' bassa-sti-engja klukkan fimm er leið að kvöldi. Harður klukkna-hljómur, reykur klukkan fimrn er leið að kvöldi. Þögn slær á í hverju horni klukkan fimm er leið að kvöldi. Tarfur er sá eini er hlakkar! klukkan fimm er leið að kvöldi. Þegar svita-drífan dundi klukkanfimm er leið að kvöldi og joðið rann um víðan völlinn klukkan fimm er leið að kvöldi, sáði dauði í sárið víum klukkan fimm er leið að kvöldi. Klukkan fimm er leið að kvöldi. Klukkan á slaginu fimm er leið að kvöldi.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.