Ljóðormur - 01.06.1989, Síða 45
Federico García Lorca 43
líkt hörðum streng í fljóti
með bratta hála bakka
af blíðum þokum rökum,
að líkami Ignacios líði
ljúflega á brott með straumnum
og hverfi án þess að heyra
hásar stunur í törfum.
Að hverfa megi’ hann á hringtorg
hringlaga tungls í vexti,
er, sigðlaga á himni, sýnist
sorgmæddum nautgrip líkjast;
og hverfi á háveg nætur
án hörpuljóða fiska
og inn í þykkar þokur
af þvölu björtu hrími.
Ég afber ekki’ að hans andlit
sé angurklútum hulið
ég vil hann venjist þeim dauða
sem var á hans herðar lagður.
Ignacio, faiðu í friði:
það fái’ ekki á þig baul tatfsins.
Sofðu og hverfðu til hvíldar.
Sjálft hafið að lokum deyr.
4. Burtkölluð sála
Nú þekkir hvorki nautið þig né runninn,
né heldur klárinn eða maur í húsi,
ei heldur bamið eða síðdagssólin
sakir þess að þú féllst — og endanlega.
Yfirborð steinsins ei þig nær að kenna,
ei heldur svarta gljásilkið þitt velkta.
Minningin hljóð er einnig á þig gleymin
afþví þú féllst og ríst ekki’ upp að nýju.
Haustið mun koma, kuðunghomin glymja,
klasar af þiúgum bylgjast vítt um hæðir,
engan samt fýsir augun þín að líta,
er þú nú fallinn ríst ekki’ upp að nýju.